Umfjöllun: Akureyringar hefndu sín á Val Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 3. mars 2011 19:45 Bjarni Fritzson í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Sævar Akureyringar hefndu ófaranna úr bikarúrslitaleiknum með góðum sigri á Val í N1-deild karla í kvöld. Lokatölur 23-20 fyrir Akureyringa. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins voru skrautlegar. Eftir þær var staðan 1-3 fyrir Val. Hlynur Morthens fór hamförum í markinu og varði fjórtán skot á þessum fimmtán mínútum. Já, fjórtán! Sóknir beggja liða voru lélegar, vörn Akueyrar var þó betri vegna þess að Valsmenn komust í fá færi og töpuðu mörgum boltum. Akureyringar komu sér þó í færi en hittu þar á Hlyn sem hafði farið illa með Akureyringa í bikarúrslitunum um síðustu helgi. Akureyringar tóku sig á og voru ekki nema þrjá mínútur að breyta stöðunni í 4-3. Í stöðunni 5-3 tók Valur leikhlé og jafnaði í 5-5. Eftir það var jafnt á öllum tölum út hálfleikinn. Hlynur varði 21 skot í fyrri hálfleik, tvö víti, sem gerir 68% markvarsla. Ekkert að því. Samt sem áður varð lélegur sóknarleikur Vals til þess að staðan í hálfleik var jöfn, 9-9. Liðið missti boltann hvað eftir annað og gaf Akureyringum nokkur ódýr mörk. Hlynur varði meðal annars þrisvar frá Herði Fannari Sigþórssyni sem hann varði einmitt frá á lokamínútu bikarúrslitaleiksins og tryggði Val titilinn. Hlynur varði auk þess hraðaupphlaup og allar gerðir skota, en margir boltar fóru reyndar aftur til Akureyringa. Valsmenn voru svo einum fleiri í fjórar mínútur en tókst ekki að nýta sér það. Liðið hélt áfram að kasta boltanum útaf og beint til Akureyringa. Leikmönnum gekk þó betur að skora, Hlynur varði enda ekki eitt skot á mínútu eins og í byrjun fyrri hálfleiks, en staðan var 13-13 eftir 40 mínútna leik. Um miðbik hálfleiksins var staðan enn jöfn, 15-15. Sóknarleikur Akureyrar var betri og sérstaklega munaði um Guðmund Hólmar Helgason. Stefán Guðnason átti einnig góða innkomu í markið. Heimamenn náðu tveggja marka forskoti en Valsmenn voru alltaf skammt undan. Akureyringar, leikmenn og áhorfendur, voru lengi vel pirraðir út í leikmenn Vals og vildu meina að þeir hentu sér niður við minnsta tilefni. Staðan var 19-17 þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks og leikurinn spennandi og jafn. Heimamenn náðu svo þriggja marka forystu þegar sjö mínútur voru eftir og fjögurra marka forystu þegar tæpar sex mínútur lifðu leiks. Valsmenn gátu ekkert á þessum kafla og Akureyringar sigldu til sigurs. Þeir unnu hvern boltann á fætur öðrum, Stefán lokaði markinu, og hraðaupphlaupin komu í kjölfarið. Akureyringar kláruðu svo leikinn og áttu sigurinn skilinn. Þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik gerðu þeir nóg, og lélegur leikur Vals hjálpaði líka til. Leikurinn var annars að flestu leiti illa leikinn. Akureyringar eru því enn með góða forystu á toppi deildarinnar þegar þeir eiga fimm leiki eftir. Lokatölur 23-20.Akureyri –Valur 23-20 (9-9)Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur H. Helgason 7 (14), Bjarni Fritzson 6 (15/1),Oddur Gretarsson 5/1 (9/2), Heimir Örn Árnason 4 (9), Daníel Einarsson 1 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 0 (3).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9 (15) 60%, Sveinbjörn Pétursson 10 (24) 42%.Hraðaupphlaup: 6 (Bjarni 3, Oddur, Heimir 2, ).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Heimir)Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5/2 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 5 (10), Anton Rúnarsson 4 (10), Orri Freyr Gíslason 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (1), Fannar Þorbjörnsson 1 (1), Finnur Ingi Stefánsson 1 (3), Valdimar Fannar Þórsson 1 (12), Alex Jedic 0 (2). Varin skot: Hlynur Morthens 28/2 (51/2) 55%, Hraðaupphlaup: 3 (Finnur, Heiðar, Sturla).Fiskuð víti: 3 (Orri 3)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Valgeir Ómarsson. Sæmilegir. Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Akureyringar hefndu ófaranna úr bikarúrslitaleiknum með góðum sigri á Val í N1-deild karla í kvöld. Lokatölur 23-20 fyrir Akureyringa. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins voru skrautlegar. Eftir þær var staðan 1-3 fyrir Val. Hlynur Morthens fór hamförum í markinu og varði fjórtán skot á þessum fimmtán mínútum. Já, fjórtán! Sóknir beggja liða voru lélegar, vörn Akueyrar var þó betri vegna þess að Valsmenn komust í fá færi og töpuðu mörgum boltum. Akureyringar komu sér þó í færi en hittu þar á Hlyn sem hafði farið illa með Akureyringa í bikarúrslitunum um síðustu helgi. Akureyringar tóku sig á og voru ekki nema þrjá mínútur að breyta stöðunni í 4-3. Í stöðunni 5-3 tók Valur leikhlé og jafnaði í 5-5. Eftir það var jafnt á öllum tölum út hálfleikinn. Hlynur varði 21 skot í fyrri hálfleik, tvö víti, sem gerir 68% markvarsla. Ekkert að því. Samt sem áður varð lélegur sóknarleikur Vals til þess að staðan í hálfleik var jöfn, 9-9. Liðið missti boltann hvað eftir annað og gaf Akureyringum nokkur ódýr mörk. Hlynur varði meðal annars þrisvar frá Herði Fannari Sigþórssyni sem hann varði einmitt frá á lokamínútu bikarúrslitaleiksins og tryggði Val titilinn. Hlynur varði auk þess hraðaupphlaup og allar gerðir skota, en margir boltar fóru reyndar aftur til Akureyringa. Valsmenn voru svo einum fleiri í fjórar mínútur en tókst ekki að nýta sér það. Liðið hélt áfram að kasta boltanum útaf og beint til Akureyringa. Leikmönnum gekk þó betur að skora, Hlynur varði enda ekki eitt skot á mínútu eins og í byrjun fyrri hálfleiks, en staðan var 13-13 eftir 40 mínútna leik. Um miðbik hálfleiksins var staðan enn jöfn, 15-15. Sóknarleikur Akureyrar var betri og sérstaklega munaði um Guðmund Hólmar Helgason. Stefán Guðnason átti einnig góða innkomu í markið. Heimamenn náðu tveggja marka forskoti en Valsmenn voru alltaf skammt undan. Akureyringar, leikmenn og áhorfendur, voru lengi vel pirraðir út í leikmenn Vals og vildu meina að þeir hentu sér niður við minnsta tilefni. Staðan var 19-17 þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks og leikurinn spennandi og jafn. Heimamenn náðu svo þriggja marka forystu þegar sjö mínútur voru eftir og fjögurra marka forystu þegar tæpar sex mínútur lifðu leiks. Valsmenn gátu ekkert á þessum kafla og Akureyringar sigldu til sigurs. Þeir unnu hvern boltann á fætur öðrum, Stefán lokaði markinu, og hraðaupphlaupin komu í kjölfarið. Akureyringar kláruðu svo leikinn og áttu sigurinn skilinn. Þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik gerðu þeir nóg, og lélegur leikur Vals hjálpaði líka til. Leikurinn var annars að flestu leiti illa leikinn. Akureyringar eru því enn með góða forystu á toppi deildarinnar þegar þeir eiga fimm leiki eftir. Lokatölur 23-20.Akureyri –Valur 23-20 (9-9)Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur H. Helgason 7 (14), Bjarni Fritzson 6 (15/1),Oddur Gretarsson 5/1 (9/2), Heimir Örn Árnason 4 (9), Daníel Einarsson 1 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 0 (3).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9 (15) 60%, Sveinbjörn Pétursson 10 (24) 42%.Hraðaupphlaup: 6 (Bjarni 3, Oddur, Heimir 2, ).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Heimir)Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5/2 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 5 (10), Anton Rúnarsson 4 (10), Orri Freyr Gíslason 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (1), Fannar Þorbjörnsson 1 (1), Finnur Ingi Stefánsson 1 (3), Valdimar Fannar Þórsson 1 (12), Alex Jedic 0 (2). Varin skot: Hlynur Morthens 28/2 (51/2) 55%, Hraðaupphlaup: 3 (Finnur, Heiðar, Sturla).Fiskuð víti: 3 (Orri 3)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Valgeir Ómarsson. Sæmilegir.
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira