Dómstóla- eða samningaleiðin Steinar Björnsson skrifar 6. mars 2011 08:00 Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Miðað við endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans stefnir allt í það að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði vel undir 50 milljörðum verði nýjasti samningur samþykktur. Verði samningurinn þó felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti haft einhver skaðleg áhrif á hagkerfið, Íslenska ríkið gæti lent í ruslflokki sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hið opinbera að endurfjármagna sig og ný lán munu verða dýrari. Vaxtakostnaður hins opinbera er nægur fyrir svo ekki sé verið að auka á hann. Endurfjármögnunarþörfin er einnig þónokkur og ef mjög illa gengur að endurfjármagna lán samhliða því að Icesave málið taki mjög langan tíma fyrir dómstólum er mikil hætta á greiðslufalli ríkissjóðs. Lendi ríkissjóður í greiðslufalli er nánast ómögulegt að vinna traust lánsfjármarkaða aftur, eins og Argentína þekkir vel, og erlend lán verða mun dýrari til frambúðar. Opinber fyrirtæki munu einnig lenda í miklum hremmingum og þá sérstaklega Orkuveita Reykjavíkur með sín gríðarháu erlendu lán en einnig hefur Landsvirkjun kvartað yfir lélegu aðgengi að lánsfjármagni. Svokölluð pólitísk áhætta fyrir viðskipti og fjárfestingar hefur verið að hækka fyrir Ísland síðustu misseri samkvæmt Aon Risk Solutions og telja þeir að þessi áhætta sé mest á Íslandi meðal Vestur-Evrópuþjóða. Verði núverandi Icesave samningur felldur eru allar líkur á því að þessi pólitíska áhætta muni hækka og orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta muni versna. Erlend fjárfesting getur haft mjög jákvæð áhrif á hagkerfi okkar og ef við missum frá okkur fjárfesta í meira mæli mun kreppan ílengjast og mögulega dýpka. Þegar fyrri Icesave samningi var hafnað í ársbyrjun 2009 jókst óvissa í íslenska hagkerfinu varðandi lánsfjármagn, erlenda fjárfestingu og fleiri þætti. Seðlabankinn hefur lækkað vexti hægar en ella vegna þessa með tilheyrandi kostnaði fyrir hagkerfið allt. Seðlabankinn þarf að borga þeim lánastofnunum vexti sem hafa fé á innlánsreikningum Seðlabankans og þetta eru mjög stórar fjárhæðir. Einnig myndu skuldug fyrirtæki og heimili í landinu ekki kvarta yfir lægri vöxtum. Þessi óvissa hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að hefja afnám gjaldeyrishafta, en margir tala um afnám gjaldeyrishafta sem grunnforsendu fyrir endurreisn hagkerfisins. Þegar núverandi Icesave samningur er borinn saman við þann fyrri er allur þessi kostnaður ekki tekinn með í reikninginn og samanburðurinn því ekki góður. Frekari bið og óvissa mun hafa gríðarlega skaðleg áhrif á íslenskt hagkerfi, hærri vexti innlenda sem erlenda, minni möguleikar á endurfjármögnun, meiri líkur á ríkisgjaldþroti, minni fjárfestingu sem og viðvarandi gjaldeyrishöft með tilheyrandi stöðnun. Ég vil því meina að ef það fer svo fyrir dómstólum að íslenska ríkið þarf ekkert að greiða vegna Icesave þá mun það koma út á sléttu í besta falli, vegna þess að kostnaðurinn við biðina yrði meiri heldur er núverandi áætlaður kostnaður vegna samningaleiðarinnar. Það er mergur málsins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar