Íslenski boltinn

ÍR með fjögur mörk og sigur gegn Stjörnunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ÍR vann 4-3 sigur á Pepsi-deildarliði Stjörnunnar í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Árni Freyr Guðnason tryggði ÍR-ingum sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma effir að Stjarnan hafði verið 3-2 yfir þegar fimm mínútur voru eftir.

ÍR er með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina sína í 3 riðli A-deildarinnar eða jafnmikið og FH og Fylkir sem hafa unnið tvo fyrstu leiki sína. Stjarnan er í 5. sæti riðrilsins með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Halldór Orri Björnsson (víti) og Garðar Jóhannsson komu Stjörnunni í 2-0 en þeir Stefán Þór Pálsson og Jón Gísli Ström náðu að jafna fyrir hálfleik. Halldór Orri kom Stjörnunni aftur yfir en undir lokin jafnaði Jóhann Björnsson leikinn áður en Árni Freyr tryggði ÍR sigurinn.

Upplýsingar um markaskorara er fengnar af vefsíðunni fótbolti.net










Fleiri fréttir

Sjá meira


×