NBA í nótt: Enn tapar Miami fyrir bestu liðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2011 09:00 Mynd/AP Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Chicago vann því alla þrjá leiki sína gegn Miami á tímabili og kom sér upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Miami sem er nú í því þriðja. Boston er sem fyrr á toppnum. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn æsispennandi. Miami var með frumkvæðið framan af en Chicago náði að komast yfir í fjórða leikhluta. Staðan var 84-79, Chicago í vil, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Miami skoraði þá sjö stig í röð og komst yfir, 86-84. Þar af skoraði Mario Chalmers fimm stig en þau reyndust vera síðustu fimm stig frá Miami í leiknum. Brotið var á Luol Deng þegar sautján sekúndur voru eftir og fór hann á vítalínuna. Hann nýtti fyrra skotið sitt en það síðara geigaði. Mike Miller reyndi að ná frákastinu en villa var dæmd á hann fyrir að keyra í Deng í þeirri baráttu og fór þá síðarnefndi því aftur á vítalínuna. Umdeild ákvörðun en í þetta sinn nýtti Deng bæði vítin sín og kom Chicago yfir, 87-86. Þarna voru um fimmtán sekúndur eftir en varnarleikur Miami hélt haus í lokin og hvorki LeBron James né Dwyane Wade komu skotum sínum í körfuna. Tíminn rann út og Chicago fagnaði dýrmætum sigri. Þetta var fjórða tap Miami í röð en gengi liðsins gegn betri liðum deildarinnar gefur ekki ástæðu til að áætla gott gengi í úrslitakeppninni í vor. James skoraði 26 stig í leiknum, Chris Bosh 23 og Wade 20. Hjá Chicago var Derrick Rose stigahæstur með 27 stig en Deng skoraði átján. LA Lakers vann San Antonio, 99-83. San Antonio er með bestan árangur allra liða í deildinni en Lakers er núverandi meistari og vann í nótt sinn sjöunda leik í röð. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir liðið og Pau Gasol 21. Boston vann Milwaukee, 89-83. Paul Pierce skoraði 23 stig og Kevin Garnett var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Boston í röð. New Orleans vann Cleveland, 96-81, og styrkti möguleika sína á að komast í úrslitakeppnina en liðið er í sjötta sæti Austurdeildarinnar. Chris Paul, leikstjórnandi Hornets, fékk þó heilahristing í þriðja leikhluta og missir af leik liðsins í kvöld. Paul var með þrettán stig og ellefu stosðendingar. David West var stigahæstur með 23 stig en Marco Belinelli skoraði átján. Memphis vann Dallas, 104-103. Zach Randolph skoraði sigurkörfu Memphis þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. New York vann Atlanta, 92-79. Amare Stoudemire skoraði 26 stig fyrir New York og Landry Fields fimmtán í öruggum sigri New York. Carmelo Anthony skoraði fjórtán stig en hann var potaður í augað í fyrsta leikhluta og fékk svo höfuðhögg í öðrum. Oklahoma City vann Phoenix, 122-118, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 32 stig og var með ellefu stoðsendingar og James harden var með 26 stig fyrir Phoenix. Philadelphia vann Golden State, 125-117, í framlengdum leik. Andre Iguodala var með fimmtán stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar og náði þar með þrefaldri tvennu í sínum öðrum leik í röð. Detroit vann Washington, 113-102. Charlie Vellanueva skoraði sextán stig, öll í öðrum leikhluta, fyrir Detroit. John Wall var með 24 stig og sjö stoðsendingar fyrir Washington. NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Chicago vann því alla þrjá leiki sína gegn Miami á tímabili og kom sér upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Miami sem er nú í því þriðja. Boston er sem fyrr á toppnum. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn æsispennandi. Miami var með frumkvæðið framan af en Chicago náði að komast yfir í fjórða leikhluta. Staðan var 84-79, Chicago í vil, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Miami skoraði þá sjö stig í röð og komst yfir, 86-84. Þar af skoraði Mario Chalmers fimm stig en þau reyndust vera síðustu fimm stig frá Miami í leiknum. Brotið var á Luol Deng þegar sautján sekúndur voru eftir og fór hann á vítalínuna. Hann nýtti fyrra skotið sitt en það síðara geigaði. Mike Miller reyndi að ná frákastinu en villa var dæmd á hann fyrir að keyra í Deng í þeirri baráttu og fór þá síðarnefndi því aftur á vítalínuna. Umdeild ákvörðun en í þetta sinn nýtti Deng bæði vítin sín og kom Chicago yfir, 87-86. Þarna voru um fimmtán sekúndur eftir en varnarleikur Miami hélt haus í lokin og hvorki LeBron James né Dwyane Wade komu skotum sínum í körfuna. Tíminn rann út og Chicago fagnaði dýrmætum sigri. Þetta var fjórða tap Miami í röð en gengi liðsins gegn betri liðum deildarinnar gefur ekki ástæðu til að áætla gott gengi í úrslitakeppninni í vor. James skoraði 26 stig í leiknum, Chris Bosh 23 og Wade 20. Hjá Chicago var Derrick Rose stigahæstur með 27 stig en Deng skoraði átján. LA Lakers vann San Antonio, 99-83. San Antonio er með bestan árangur allra liða í deildinni en Lakers er núverandi meistari og vann í nótt sinn sjöunda leik í röð. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir liðið og Pau Gasol 21. Boston vann Milwaukee, 89-83. Paul Pierce skoraði 23 stig og Kevin Garnett var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Boston í röð. New Orleans vann Cleveland, 96-81, og styrkti möguleika sína á að komast í úrslitakeppnina en liðið er í sjötta sæti Austurdeildarinnar. Chris Paul, leikstjórnandi Hornets, fékk þó heilahristing í þriðja leikhluta og missir af leik liðsins í kvöld. Paul var með þrettán stig og ellefu stosðendingar. David West var stigahæstur með 23 stig en Marco Belinelli skoraði átján. Memphis vann Dallas, 104-103. Zach Randolph skoraði sigurkörfu Memphis þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. New York vann Atlanta, 92-79. Amare Stoudemire skoraði 26 stig fyrir New York og Landry Fields fimmtán í öruggum sigri New York. Carmelo Anthony skoraði fjórtán stig en hann var potaður í augað í fyrsta leikhluta og fékk svo höfuðhögg í öðrum. Oklahoma City vann Phoenix, 122-118, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 32 stig og var með ellefu stoðsendingar og James harden var með 26 stig fyrir Phoenix. Philadelphia vann Golden State, 125-117, í framlengdum leik. Andre Iguodala var með fimmtán stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar og náði þar með þrefaldri tvennu í sínum öðrum leik í röð. Detroit vann Washington, 113-102. Charlie Vellanueva skoraði sextán stig, öll í öðrum leikhluta, fyrir Detroit. John Wall var með 24 stig og sjö stoðsendingar fyrir Washington.
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira