Íslenski boltinn

Stelpurnar okkar komar í úrslitaleikinn á Algarve-mótinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stelpurnar okkar náðu mögnuðum áfanga í dag.
Stelpurnar okkar náðu mögnuðum áfanga í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika til úrslita á hinu geysisterka Algarve-móti. Það varð ljóst í dag er Ísland lagði Danmörk, 1-0. Ísland mætir Bandaríkjunum í úrslitum.

Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu eftir sendingu frá Hallberu Gísladóttur.

Skömmu áður hafði Þóra B. Helgadóttir varið vítaspyrnu frá danska liðinu.

Eftir rólegan fyrri hálfleik hljóp mikið líf í leikinn í þeim síðari. Bæði lið sóttu af krafti og fengu færi. Danska liðið átti í tvígang skot sem höfnuðu í markstöngum íslenska liðsins.

Þetta er magnaður árangur hjá stelpunum okkar enda taka öll bestu landslið heims þátt á þessu móti. Besti árangur liðsins á mótinu hingað til var sjötta sæti.

Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 17.00 á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×