Þróun á gengi krónunnar ræðst af Icesave 8. mars 2011 07:45 Gengi krónunnar hefur veikst um 3,8% frá áramótum. Framhaldið veltur nokkuð á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni samningnum er viðbúið að Seðlabankinn vilji auka á gjaldeyrissöfnun landsins. Hann mun þá líklega bregðast við með því að selja krónur og kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði og þannig veikja krónuna. Þetta segir í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar kemur fram að í framhaldinu ætti afgangur af viðskiptum að aukast sökum óhagstæðari innflutnings og hagstæðari útflutnings og bankinn gæti því aukið gjaldeyriskaup enn frekar. Á móti gæti það haft áhrif að skil á gjaldeyrisstekjum til landsins myndu versna og ásókn aðila í að koma fé úr landi gæti aukist en hvoru tveggja yrði drifið áfram af aukinni óvissu. Allavega er ljóst að verði samningunum hafnað munu stjórnvöld þurfa að endurskoða allar efnahagsáætlanir og líklega fara aðra leiðir til að koma framkvæmdum af stað. Ef niðurstaðan verður sú að samningurinn verður samþykktur telja margir að draga munu verulega úr óvissu og lánamöguleikar innlendra aðila á erlendri grund opnast. Ekki er víst að málið sé svo einfalt, enda margir aðilar illa brenndir af viðskiptum við Íslendinga og líklegast er að lánveitendur horfi fremur til stöðu viðkomandi aðila og þeirra verkefna sem í hlut eiga fremur en stöðu ríkissjóðs. Því til stuðnings má nefna endurfjármögnun Marels undir lok síðasta árs sem fékkst á mjög hagstæðum kjörum og eins risavaxna endurfjármögnun Bakkavarar á dögunum, að því er segir í Markaðsfréttunum. Icesave Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Gengi krónunnar hefur veikst um 3,8% frá áramótum. Framhaldið veltur nokkuð á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni samningnum er viðbúið að Seðlabankinn vilji auka á gjaldeyrissöfnun landsins. Hann mun þá líklega bregðast við með því að selja krónur og kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði og þannig veikja krónuna. Þetta segir í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar kemur fram að í framhaldinu ætti afgangur af viðskiptum að aukast sökum óhagstæðari innflutnings og hagstæðari útflutnings og bankinn gæti því aukið gjaldeyriskaup enn frekar. Á móti gæti það haft áhrif að skil á gjaldeyrisstekjum til landsins myndu versna og ásókn aðila í að koma fé úr landi gæti aukist en hvoru tveggja yrði drifið áfram af aukinni óvissu. Allavega er ljóst að verði samningunum hafnað munu stjórnvöld þurfa að endurskoða allar efnahagsáætlanir og líklega fara aðra leiðir til að koma framkvæmdum af stað. Ef niðurstaðan verður sú að samningurinn verður samþykktur telja margir að draga munu verulega úr óvissu og lánamöguleikar innlendra aðila á erlendri grund opnast. Ekki er víst að málið sé svo einfalt, enda margir aðilar illa brenndir af viðskiptum við Íslendinga og líklegast er að lánveitendur horfi fremur til stöðu viðkomandi aðila og þeirra verkefna sem í hlut eiga fremur en stöðu ríkissjóðs. Því til stuðnings má nefna endurfjármögnun Marels undir lok síðasta árs sem fékkst á mjög hagstæðum kjörum og eins risavaxna endurfjármögnun Bakkavarar á dögunum, að því er segir í Markaðsfréttunum.
Icesave Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira