Handbolti

Kristján Arason: Þetta er á réttri leið

Elvar Geir Magnússon skrifar
„Það var kominn tími á að vinna þá,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir að liðið vann sigur á toppliði Akureyrar í N1-deildinni í kvöld. Liðin mættust tvívegis á Akureyri í síðustu viku og unnu heimamenn þá báða leikina.

„Við spiluðum fantagóðan leik núna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við þurftum að gera það til að vinna þá. Lengi framan af náðu þeir að stoppa þessi hraðaupphlaup og það var í raun og veru þeirra besti maður, Sveinbjörn (Pétursson) sem kom í veg fyrir að við vorum meira yfir í hálfleik.“

„Ég er mjög ánægður með liðið í dag. Reyndar voru langir kaflar á Akureyri góðir svo þetta er á réttri leið. Við erum í raun að auka breiddina. Örn Ingi kominn inn og Óli Gúst kemur sterkur inn. Ég er bara mjög ánægður.“

Kristján segir þetta óskabyrjun á síðasta þriðjungi mótsins. „Það er ekki leiðinlegt að ná að vinna efsta liðið. Akureyri er með mjög sterkt lið svo við erum ánægðir með tvö stig,“ sagði Kristján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×