Handbolti

Sebastian í marki Selfyssinga í jafntefli á móti Haukum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sebastian Alexandersson.
Sebastian Alexandersson.
Sebastian Alexandersson, 41 árs þjálfari Selfyssinga, tók fram skóna og fór í markið þegar Selfoss gerði 31-31 jafntefli á móti Haukum á Selfossi í N1 deild karla í kvöld.

Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson tryggði Haukum jafntefli með því að skora jöfnunarmarkið úr vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn.

Selfoss var með frumkvæðið í seinni hálfleik og var um tíma með tveggja marka forystu en Haukar náðu að tryggja sér eitt stig í blálokin.

Sebastian Alexandersson skipti sjálfum sér í markið í fyrri hálfleik þegar Selfyssingar voru komnir sex mörkum undir, 11-5. Selfoss náði að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir hálfleik en Haukar voru þá 17-15 yfir.

Sebastian varði vel í seinni hálfleik en tókst ekki að verja vítið hjá Guðmundi Árna í lokin og Selfoss þarf því að bíða enn lengur eftir fyrsta sigri sínum. Selfoss hefur ekki unnið leik síðan í októbermánuði.

 

Selfoss-Haukar 31-31 (15-17)

Mörk Selfoss: Guðjón Finnur Drengsson 10, Ragnar Jóhannsson    7, Helgi Héðinsson 4, Einar Héðinsson 3, Gunnar Ingi Jónsson    3, Milan Ivancev 2, Andrius Zigelis 1, Atli Kristinsson 1.

Mörk Hauka: Guðmundur Árni Ólafsson 9, Tjörvi Þorgeirsson    8, Freyr Brynjarsson 4, Björgvin Hólmgeirsson 4, Einar Örn Jónsson    3, Jónatan Ingi Jónsson 2, Heimir Óli Heimisson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×