Handbolti

Reynir Þór: "Þurfum að fara í ítarlega naflaskoðun“

Hlynur Valsson skrifar
Reynir Þór Reynisson þjálfari Fram var allt annað en sáttur eftir tapleikinn í kvöld gegn Aftureldingu, 32-26. Þriðja tapið í röð staðreynd og Framarar voru í einu orði sagt mjög slakir í kvöld.

„Þetta er bara í einu orði sagt hryllilegt, hræðileg frammistaða og ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja. Þetta var bara afskaplega dapurt. Afturelding átti sigurinn fyllilega skilið og að sama skapi áttum við ekkert skilið útúr þessum leik, enda vorum við bara mjög lélegir".

Hvað var það sem klikkaði í leik þinna manna í kvöld?

„Andleysi og menn voru bara ekki að leggja sig fram, varnaleikurinn var slakur, sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur og bara allt að hjá okkur. Ef við spilum svona þá förum við ekki langt, og við þurfum að fara í ítarlega naflaskoðun og sjá hvað er að og hverju það skilar okkur," sagði Reynir Þór Reynisson þjálfari Framara við vísi.is eftir þriðja tapleikinn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×