Ferill Carmelo Anthony hjá NY Knicks byrjaði vel í nótt er Knicks vann sigur á Milwaukee. Anthony var stigahæstur með 27 stig og 10 fráköst.
Anthony var afar sterkur á lokakaflanum er Knicks kláraði leikinn. Áhorfendur tóku strax ástfóstri við hann og byrjuðu að kyrja nafn hans úr stúkunni.
"Það er ánægjulegt að vera búinn með fyrsta leikinn. Síðustu tveir dagar hafa verið bilaðir. Ég hef ekkert sofið. Að ná því sigri í þessum leik var frábært. Það var síðan ótrúlegt að fá þessi viðbrogð frá stuðningsmönnunum," sagði Anthony eftir leik.
Úrslit:
Cleveland-Houston 119-124
Indiana-Detroit 102-101
Orlando-Sacramento 105-111
Philadelphia-Washington 117-94
Toronto-Chicago 118-113
San Antonio-Oklahoma 109-105
NY KNicks-Milwaukee 114-108
Minnesota-Memphis 95-104
Dallas-Utah 118-99
Phoenix-Atlanta 105-97
New Orleans-LA Clippers 98-87
Portland-LA Lakers 101-106
