Sanngjarna umfjöllun um Icesave Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. febrúar 2011 05:45 orseti Íslands mat það svo að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á því hvort hún vildi taka að sér að greiða skuldir þeirra fjárglæframanna sem stofnuðu til Icesave-reikninganna. Enginn hefur sýnt fram á að henni beri að gera slíkt skv. lögum. Ekki er deilt um að sá samningur sem nú er á borðinu er 400–500 milljörðum skárri en sá sem ríkisstjórnarflokkarnir vildu fyrst að þjóðin greiddi. Stjórnarandstaðan, forsetinn og þjóðin með undirskriftarsöfnun sinni eiga heiðurinn af þessum bata. Áhætta af nýjum samningi er enn til staðar þótt hún sé minni. Gallinn er sá að við vitum ekki hver hún er, nema að áhættan fer líklega ekki yfir 230 milljarða. Fyrir 230 milljarða má reyndar gera ýmislegt. Áhætta af dómsmáli er vissulega nokkur og óvissan er því einnig til staðar þar. Telja verður litlar líkur á að Bretar og Hollendingar muni höfða mál; fremur muni þeir láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem þá gæfi álit um það hvort Íslendingar hefðu gerst brotlegir við þær tilskipanir sem Evrópusambandið hefur sett og við tekið upp. Áhættan af þeirri dómsmeðferð er fyrst og fremst pólitísk enda dómstóllinn í eðli sínu pólitískur. Hollenskir þingmenn hafa sagt í fjölmiðlum að Íslendingar séu að brjóta samninga með því að samþykkja ekki Icesave. Hvaða samninga erum við að brjóta? Eru einhverjir samningar sem hafa verið gerðir sem við vitum ekki um? Ekki þekki ég til þess að samningar um þetta hafi verið gerðir við Hollendinga eða Breta. Annað athyglivert hefur komið fram hjá hollensku þingmönnunum og það er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi skilyrt aðstoð við Íslendinga við það að Icesave yrði greitt. Hvað eiga þingmennirnir við? Hafa fulltrúar AGS ekki staðfastlega neitað þessu? Ef það er þannig að ríki Evrópu ætli að beita sér gegn Íslendingum þá er það vitanlega grafalvarlegt mál. Nú er mikilvægt að ríkisvaldið taki til varna og svari þeim hótunum sem að okkur er beint. Bretar og önnur Evrópuríki hafa mikla hagsmuni af því að eiga viðskipti við Íslendinga. Nægir þar að nefna að milli 5.000 og 10.000 manns hafa atvinnu af íslensku sjávarfangi í Bretlandi. Það væri því áfall fyrir breskt atvinnulíf ef Íslendingar hættu að flytja út sjávarfang til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að alþýðuflokksmaðurinn Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi og olli með því Íslendingum miklu fjárhagslegu og efnahagslegu tjóni. Við hljótum að verja hendur okkar. Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verður við komið. Fæstir fjölmiðlar hafa gætt hlutleysis og eru því vart hæfir til að fjalla um málið. Margir svo kallaðir álitsgjafar úr háskólasamfélaginu hafa tekið afstöðu og gert sig þannig ómarktæka sem hlutlausa aðila. Treysta verður innanríkisráðherra til að sjá til þess að umfjöllunin verði sanngjörn og dragi fram kosti og galla þess að samþykkja eða ekki samþykkja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
orseti Íslands mat það svo að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á því hvort hún vildi taka að sér að greiða skuldir þeirra fjárglæframanna sem stofnuðu til Icesave-reikninganna. Enginn hefur sýnt fram á að henni beri að gera slíkt skv. lögum. Ekki er deilt um að sá samningur sem nú er á borðinu er 400–500 milljörðum skárri en sá sem ríkisstjórnarflokkarnir vildu fyrst að þjóðin greiddi. Stjórnarandstaðan, forsetinn og þjóðin með undirskriftarsöfnun sinni eiga heiðurinn af þessum bata. Áhætta af nýjum samningi er enn til staðar þótt hún sé minni. Gallinn er sá að við vitum ekki hver hún er, nema að áhættan fer líklega ekki yfir 230 milljarða. Fyrir 230 milljarða má reyndar gera ýmislegt. Áhætta af dómsmáli er vissulega nokkur og óvissan er því einnig til staðar þar. Telja verður litlar líkur á að Bretar og Hollendingar muni höfða mál; fremur muni þeir láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem þá gæfi álit um það hvort Íslendingar hefðu gerst brotlegir við þær tilskipanir sem Evrópusambandið hefur sett og við tekið upp. Áhættan af þeirri dómsmeðferð er fyrst og fremst pólitísk enda dómstóllinn í eðli sínu pólitískur. Hollenskir þingmenn hafa sagt í fjölmiðlum að Íslendingar séu að brjóta samninga með því að samþykkja ekki Icesave. Hvaða samninga erum við að brjóta? Eru einhverjir samningar sem hafa verið gerðir sem við vitum ekki um? Ekki þekki ég til þess að samningar um þetta hafi verið gerðir við Hollendinga eða Breta. Annað athyglivert hefur komið fram hjá hollensku þingmönnunum og það er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi skilyrt aðstoð við Íslendinga við það að Icesave yrði greitt. Hvað eiga þingmennirnir við? Hafa fulltrúar AGS ekki staðfastlega neitað þessu? Ef það er þannig að ríki Evrópu ætli að beita sér gegn Íslendingum þá er það vitanlega grafalvarlegt mál. Nú er mikilvægt að ríkisvaldið taki til varna og svari þeim hótunum sem að okkur er beint. Bretar og önnur Evrópuríki hafa mikla hagsmuni af því að eiga viðskipti við Íslendinga. Nægir þar að nefna að milli 5.000 og 10.000 manns hafa atvinnu af íslensku sjávarfangi í Bretlandi. Það væri því áfall fyrir breskt atvinnulíf ef Íslendingar hættu að flytja út sjávarfang til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að alþýðuflokksmaðurinn Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi og olli með því Íslendingum miklu fjárhagslegu og efnahagslegu tjóni. Við hljótum að verja hendur okkar. Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verður við komið. Fæstir fjölmiðlar hafa gætt hlutleysis og eru því vart hæfir til að fjalla um málið. Margir svo kallaðir álitsgjafar úr háskólasamfélaginu hafa tekið afstöðu og gert sig þannig ómarktæka sem hlutlausa aðila. Treysta verður innanríkisráðherra til að sjá til þess að umfjöllunin verði sanngjörn og dragi fram kosti og galla þess að samþykkja eða ekki samþykkja
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar