Handbolti

Haukar nýttu sér uppsagnarákvæði í samningi við Halldór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessi mynd verður vonandi ekki táknræn fyrir gengi Hauka undir stjórn Gunnars Bergs og Birkis Ívars.
Þessi mynd verður vonandi ekki táknræn fyrir gengi Hauka undir stjórn Gunnars Bergs og Birkis Ívars.
Halldór Ingólfsson var í dag sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Haukum og mun Gunnar Berg Viktorsson taka við liðinu með Birkir Ívar Guðmundsson, markvörð liðsins, sér til aðstoðar.

Haukarnir sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld og þar kemur fram að stjórn handknattleiksdeildar Hauka hafi ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Halldór Ingólfsson.

Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Hauka

„Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi við þjálfara meistaraflokks karla, Halldór Ingólfsson. Það var samkomulag á milli handknattleiks­deildar Hauka og Halldórs að hann léti nú þegar af störfum. Haukar vilja þakka Halldóri fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta.

Náðst hefur samkomulag við Gunnar Berg Viktorsson um að hann taki að sér þjálfun liðsins út yfirstandandi keppnistímabil og að honum til aðstoðar verði Birkir Ívar Guðmundsson. Gunnar Berg hefur undanfarin misseri þjálfað unglingaflokka félagsins og mun hann halda því starfi áfram."

Þetta er annað árið í röð sem Halldór Ingólfsson er látinn fara frá liði í N1 deild karla en Grótta sagði upp samningi við hann 13. mars í fyrra eftir að það komst upp að Halldór hafði tekið tilboði Hauka um að taka við Hafnarfjarðarliðinu fyrir núverandi tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×