Yfirvald...staldra aðeins við og hlusta Nichole Leigh Mosty skrifar 25. febrúar 2011 06:45 Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón".
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun