Handbolti

Myndband Bjarna á að kveikja neistann hjá Akureyringum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Handboltalið Akureyrar kom til Reykjavíkur í gær þar sem liðið hóf lokaundirbúning sinn fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Val í dag.

"Við gistum á Grand hótel í gönfufæri við Höllina. Við ætlum líka að fá að æfa á dúknum fyrir leik. Það er gott að sjúga í sig stemninguna þannig í stað þess að koma beint úr flugi í fulla höll," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, sem þarf að passa upp á að halda spennustigi sinna manna í lagi.

Strákarnir í Akureyrarliðinu voru með skipulagða dagskrá í bænum.

"Heimir Örn ætlaði að brydda upp á einhverju kvöldið fyrir leik og svo ætlar Bjarni Fritz að vera klár með peppmyndband áður en við förum í Höllina. Hann er íþróttasálfræðingur sem hefur hjálpað okkur mikið með myndböndunum sínum og ég er þess fullviss að hann kemur með frábært myndband fyrir þennan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×