Lífið

Hemmi kominn í hlýrabolinn

Hemmi kann manna best að vera hress.
Hemmi kann manna best að vera hress.
Vikulegur þáttur Hemma Gunn er á dagskrá á Bylgjunni klukkan fjögur á sunnudag og lofar Hemmi miklu fjöri.

„Strákurinn er kominn í sannkallað sumarskap, íklæddur hlýrabol, stuttbuxum og strigaskóm," segir Hemmi.

Aðalgestir Hemma eru þær Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona úr Stelpunum, og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, nýbakaður Íslandsmeistari í handbolta. Óli Tynes fréttamaður fer yfir skemmtilegustu fréttir vetrarins.

Þá samdi Hemmi eitraðar spurningar um Bubba og Sálina hans Jóns míns en gestir spurningaleiks hans, Sara Sturludóttir og Kristinn Ingvason, eru sérfræðingar í þeim.

Hægt er að hlusta á Bylgjuna í beinni hér á Vísi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×