Innlent

Porsche traktor bætist í safnið

Porsche traktorinn Unnsteinn Hjálmar Ólafsson, bóndi á Grund, ásamt Tindi Guðmundssyni, bróðursyni sínum, á nýja traktornum.
MynD/Hlynur Þór Magnússon
Porsche traktorinn Unnsteinn Hjálmar Ólafsson, bóndi á Grund, ásamt Tindi Guðmundssyni, bróðursyni sínum, á nýja traktornum. MynD/Hlynur Þór Magnússon

Appelsínugulur, þýskur Porsche traktor, árgerð 1956, er nýjasti sýningargripur Búvélasafnsins á Grund í Reykhólahreppi. Þetta kemur fram á vefsíðu hreppsins.

Á Grund halda bræðurnir Unnsteinn Hjálmar og Guðmundur Ólafssynir búvélasafn. Þeir hafa sankað að sér fjölmörgum gömlum vélum og traktorum og gert upp til sýningar.

Sagt er að appelsínuguli liturinn á traktornum hafið verið valinn til þess að traktorarnir yrðu sem mest áberandi svo hraðskreiðari farartæki ættu auðveldara með að vara sig á þeim.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×