Gerir draumasamning við stórfyrirtækið Universal 19. október 2010 09:00 Allt annar leikur Baltasar Kormákur þarf nú að fást við jakkafataklædda karla þegar tökur hefjast á Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam. Hann flytur út á sunnudag og verður búsettur í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Fréttablaðið/Anton „Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar eru í höfn við stórfyrirtækið Universal um að framleiða og dreifa Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam, í samvinnu við Working Title. Það er því nánast gulltryggt að myndinni verði dreift í tvö til þrjú þúsund kvikmyndahús þar vestra. Framleiðslukostnaður er áætlaður í kringum fjörutíu til fimmtíu milljónir dala, sem jafngildir rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fara Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni. Universal er eitt af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood og samningur þessi er sá stærsti sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur náð. Baltasar forsýndi á sunnudag Inhale í Háskólabíói, kvikmynd sem lengi hefur verið beðið eftir. Ólíkt mörgum öðrum myndum eftir leikstjórann hefur frumsýning myndarinnar farið óvenju hljótt en hún fer í almennar sýningar seinna í vikunni. „Ég ákvað bara að leyfa myndinni að tala fyrir sig sjálfa, ef fólk „fílar" hana þá kynnir hún sig sjálf, ef ekki þá hverfur hún bara smátt og smátt." Miðað við viðbrögð áhorfenda í stóra sal Háskólabíós voru flestir hrifnir. „Ég var afskaplega ánægður, myndin er búin að vera lengi á leiðinni og það var kannski búið að tala niður væntingarnar fyrir henni. Ég var sjálfur mjög stressaður því maður veit aldrei hvernig fólk tekur verkunum manns, maður ætti að vera kominn með þykkari skráp eftir allan þennan tíma." Baltasar kveðst hins vegar feginn að hafa gert Inhale, sem er í minni kantinum á amerískan mælikvarða, áður en hann tekur stökkið út í stóru hákarlalaugana. „Þarna fékk maður tækifæri til að fást við verkalýðsfélögin og öll þessi hliðarverkefni sem fylgja kvikmyndagerð þarna úti. Það hefði ekki verið sniðugt að gera strax stóra stúdíómynd blautur á bakvið eyrun." Nú þarf leikstjórinn til að mynda að fara á fund hjá tuttugu jakkafataklæddum körlum á stórri skrifstofu í höfuðstöðvum Universal og útskýra fyrir þeim hvernig hann ætli að gera myndina. Leikstjórinn virðist hafa veðjað á réttan hest hvað Wahlberg varðar, því stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafn skært, og fólk bíður spennt eftir endurkomu Kate Beckinsale. „Þetta virðist ætla að smella ansi vel og það eru fleiri nöfn að detta inn núna." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar eru í höfn við stórfyrirtækið Universal um að framleiða og dreifa Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam, í samvinnu við Working Title. Það er því nánast gulltryggt að myndinni verði dreift í tvö til þrjú þúsund kvikmyndahús þar vestra. Framleiðslukostnaður er áætlaður í kringum fjörutíu til fimmtíu milljónir dala, sem jafngildir rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fara Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni. Universal er eitt af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood og samningur þessi er sá stærsti sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur náð. Baltasar forsýndi á sunnudag Inhale í Háskólabíói, kvikmynd sem lengi hefur verið beðið eftir. Ólíkt mörgum öðrum myndum eftir leikstjórann hefur frumsýning myndarinnar farið óvenju hljótt en hún fer í almennar sýningar seinna í vikunni. „Ég ákvað bara að leyfa myndinni að tala fyrir sig sjálfa, ef fólk „fílar" hana þá kynnir hún sig sjálf, ef ekki þá hverfur hún bara smátt og smátt." Miðað við viðbrögð áhorfenda í stóra sal Háskólabíós voru flestir hrifnir. „Ég var afskaplega ánægður, myndin er búin að vera lengi á leiðinni og það var kannski búið að tala niður væntingarnar fyrir henni. Ég var sjálfur mjög stressaður því maður veit aldrei hvernig fólk tekur verkunum manns, maður ætti að vera kominn með þykkari skráp eftir allan þennan tíma." Baltasar kveðst hins vegar feginn að hafa gert Inhale, sem er í minni kantinum á amerískan mælikvarða, áður en hann tekur stökkið út í stóru hákarlalaugana. „Þarna fékk maður tækifæri til að fást við verkalýðsfélögin og öll þessi hliðarverkefni sem fylgja kvikmyndagerð þarna úti. Það hefði ekki verið sniðugt að gera strax stóra stúdíómynd blautur á bakvið eyrun." Nú þarf leikstjórinn til að mynda að fara á fund hjá tuttugu jakkafataklæddum körlum á stórri skrifstofu í höfuðstöðvum Universal og útskýra fyrir þeim hvernig hann ætli að gera myndina. Leikstjórinn virðist hafa veðjað á réttan hest hvað Wahlberg varðar, því stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafn skært, og fólk bíður spennt eftir endurkomu Kate Beckinsale. „Þetta virðist ætla að smella ansi vel og það eru fleiri nöfn að detta inn núna." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira