„Lebensraum“ og Úkraína 19. ágúst 2010 06:00 Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu byltingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köllunum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO. Þetta kom fram í grein Andrésar Péturssonar hjá Evrópusamtökunum í Fréttablaðinu í fyrradag. Svona málflutningur er ESB sinnum ekki til framdráttar, en hér er Rússagrýlan gamla góða vakin upp svo um munar. Þetta er í meira lagi ábyrgðarlaus málflutningur í stíl gamalla úreldra tíma og hæfir ekki upplýstum aðilum, áhugavert er hvaða heimildir liggja að baki. Appelsínugula byltingin í Úkraínu (sem gekk þar yfir haust og vetur 2004) var landsmönnum hins vegar engan veginn til góðs, lífkjör almennings hröpuðu og eru nú mun verri en hjá Rússum almennt. Um var að ræða frábærlega vel skipulagða maskínu sem gekk út á fyrirfram skrifaða dagskrá: mannflutninga á réttum stöðum, á réttum tímum, útifundi, mótmælaspjöld, tjöld, hátalarakerfi, gistingu, kost, drykkjarföng og fleira og fleira – fyrir þúsundir manna, sem að mestu voru fluttar til Kænugarðs frá vesturhéruðunum. Í Kiev er rússneska töluð 99 prósent en þjóðernissinnar eru afar sterkir í Vestur-Úkraínu. En þetta er allt önnur saga… Þýska orðið Lebensraum þýðist mun betur sem „lífsrými“ heldur en „landssvæði“ eins og Andrés þýðir það. Adolf Hitler átti vissulega við „lífsrými“ fyrir Germani í frjósömum sveitum Austur-Evrópu. Orðið fann foringinn sjálfur upp þegar hann sat inni og skrifaði Mein Kampf, löngu áður en flokkur hans NSDAP náði völdum á lýðræðislegan máta í kosningum í janúar 1933. Margt má gott um ESB segja en varast ber svona fullyrðingar og hleypidóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu byltingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köllunum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO. Þetta kom fram í grein Andrésar Péturssonar hjá Evrópusamtökunum í Fréttablaðinu í fyrradag. Svona málflutningur er ESB sinnum ekki til framdráttar, en hér er Rússagrýlan gamla góða vakin upp svo um munar. Þetta er í meira lagi ábyrgðarlaus málflutningur í stíl gamalla úreldra tíma og hæfir ekki upplýstum aðilum, áhugavert er hvaða heimildir liggja að baki. Appelsínugula byltingin í Úkraínu (sem gekk þar yfir haust og vetur 2004) var landsmönnum hins vegar engan veginn til góðs, lífkjör almennings hröpuðu og eru nú mun verri en hjá Rússum almennt. Um var að ræða frábærlega vel skipulagða maskínu sem gekk út á fyrirfram skrifaða dagskrá: mannflutninga á réttum stöðum, á réttum tímum, útifundi, mótmælaspjöld, tjöld, hátalarakerfi, gistingu, kost, drykkjarföng og fleira og fleira – fyrir þúsundir manna, sem að mestu voru fluttar til Kænugarðs frá vesturhéruðunum. Í Kiev er rússneska töluð 99 prósent en þjóðernissinnar eru afar sterkir í Vestur-Úkraínu. En þetta er allt önnur saga… Þýska orðið Lebensraum þýðist mun betur sem „lífsrými“ heldur en „landssvæði“ eins og Andrés þýðir það. Adolf Hitler átti vissulega við „lífsrými“ fyrir Germani í frjósömum sveitum Austur-Evrópu. Orðið fann foringinn sjálfur upp þegar hann sat inni og skrifaði Mein Kampf, löngu áður en flokkur hans NSDAP náði völdum á lýðræðislegan máta í kosningum í janúar 1933. Margt má gott um ESB segja en varast ber svona fullyrðingar og hleypidóma.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar