Lífið

Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins

Margrét Þórhildur og Henrik prins. Myndin er tekin á þriðjudaginn síðasta.
Margrét Þórhildur og Henrik prins. Myndin er tekin á þriðjudaginn síðasta.
"Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn.

Mikil hátíðarhöld eru skipulögð vegna sjötugsafmælis Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þau standa alla vikuna og áttu að ná hámarki með veislu í Konungshöllinni annað kvöld og hefur fyrirfólki víða að verið boðið.

Allt útlit er fyrir að gestalistinn eigi eftir að taka stakkaskiptum þar sem Kastrup-flugvelli hefur verið lokað vegna öskunnar frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Flestir gestanna ætluðu að fljúga til borgarinnar á morgun.

Sænsku og norsku konungsfjölskyldurnar taka væntanlega lestina yfir Eyrarsundið en það er ekki víst að aðrir gestir fari sömu leið.

Forsetahjónin íslensku eru meðal gesta sem boðið var í veisluna. Dorrit er mætt til Danmerkur en Ólafur Ragnar er staddur í London.






Tengdar fréttir

Ólafur tekur drottningu fram yfir Vigdísi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður ekki viðstaddur afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fer í Háskólabíói í dag og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hann ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, var búinn að lofa sér í tveggja daga afmælisveislu til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu sem verður sjötug á föstudaginn.

Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand

Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×