Landsdómur þarf að velja á milli hjóna 2. nóvember 2010 06:00 Björg Thorarensen Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum. Björg segir að ekki liggi fyrir hvort þeirra muni á endanum sitja í dóminum. Landsdómur muni taka afstöðu til þess, enda varla þeirra hjóna að ákveða sín á milli hvort þeirra taki sæti. Í lögum um landsdóm segir að í honum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafi og átta menn kjörnir af Alþingi. Þá eiga að sitja í dóminum dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiríkur Tómasson lagaprófessor var þar til nýlega titlaður prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, en með nýlegri breytingu á starfsskyldum hans varð breyting á. Eftir það kom aðeins Björg til greina til setu í dóminum fyrir hönd Háskóla Íslands. Varamaður Bjargar er Benedikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómari. Taki Markús ekki sæti í landsdómi verður einhver af þeim fjórum hæstaréttardómurum sem ekki eiga sæti í dóminum sökum starfsaldurs kallaður til. Ólafur Börkur Þorvaldsson hefur lengsta starfsreynslu þeirra fjögurra. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur næst lengsta starfsreynslu, en þess ber að geta að Geir H. Haarde, sem ákæra á fyrir landsdómi, var settur dómsmálaráðherra þegar hann var skipaður í embætti hæstaréttardómara. Páll Hreinsson hæstaréttardómari kemur ekki til greina til setu í landsdómi þar sem hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fjórði og síðasti dómarinn er Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari frá 10. september 2010, en hafði áður verið varadómari í forföllum Páls Hreinssonar. Landsdómur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum. Björg segir að ekki liggi fyrir hvort þeirra muni á endanum sitja í dóminum. Landsdómur muni taka afstöðu til þess, enda varla þeirra hjóna að ákveða sín á milli hvort þeirra taki sæti. Í lögum um landsdóm segir að í honum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafi og átta menn kjörnir af Alþingi. Þá eiga að sitja í dóminum dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiríkur Tómasson lagaprófessor var þar til nýlega titlaður prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, en með nýlegri breytingu á starfsskyldum hans varð breyting á. Eftir það kom aðeins Björg til greina til setu í dóminum fyrir hönd Háskóla Íslands. Varamaður Bjargar er Benedikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómari. Taki Markús ekki sæti í landsdómi verður einhver af þeim fjórum hæstaréttardómurum sem ekki eiga sæti í dóminum sökum starfsaldurs kallaður til. Ólafur Börkur Þorvaldsson hefur lengsta starfsreynslu þeirra fjögurra. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur næst lengsta starfsreynslu, en þess ber að geta að Geir H. Haarde, sem ákæra á fyrir landsdómi, var settur dómsmálaráðherra þegar hann var skipaður í embætti hæstaréttardómara. Páll Hreinsson hæstaréttardómari kemur ekki til greina til setu í landsdómi þar sem hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fjórði og síðasti dómarinn er Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari frá 10. september 2010, en hafði áður verið varadómari í forföllum Páls Hreinssonar.
Landsdómur Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira