Mengað til langframa 7. október 2010 00:00 Leðjan rauða Flaut yfir heilu þorpin. fréttablaðið/AP Óttast er að eiturleðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu. Lögreglurannsókn er hafin á því hvort lekann megi rekja til glæpsamlegra brota á starfsskyldum stjórnenda verksmiðjunnar eða embættismanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið en þriggja var enn saknað síðdegis í gær, tveimur dögum eftir að stífluveggur gaf sig með þeim afleiðingum að rauð þunnfljótandi báxítleðja rann í stríðum straumum frá verksmiðjunni. Um milljón rúmmetrar streymdu yfir nærliggjandi svæði, ruddu bifreiðum af vegum, skemmdu brýr og flæddu yfir götur nokkurra þorpa. Í gær var ekki enn vitað hvers vegna stífluveggurinn gaf sig. Viktor Orban forsætisráðherra sagði óhappið hafa komið öllum á óvart, því aðeins tvær vikur eru liðnar frá því farið var yfir öryggisatriði í verksmiðjunni og báxítleðjulóninu. Þá var ekki að sjá að neinu væri ábótavant. Báxítmengaða leðjan er úrgangur úr súrálsframleiðslu, en súrál er unnið úr báxíti, sem er álrík steintegund. Enginn leki var lengur úr lóninu í gær, en unnið var að því að styrkja stífluveggina. Verðir eru á vettvangi til að láta vita ef lekur á ný. Joe Hennon, talsmaður Evrópusambandsins, sagði hættu á því að eiturmengunin breiddist til fleiri landa. Hann sagði Evrópusambandið reiðubúið að veita Ungverjum aðstoð ef á þyrfti að halda. Mesta hættan er á að ætandi efnin berist út í Dóná, sem rennur til suðurs yfir landamærin til Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu og Moldóvu áður en hún berst út í Svartahaf. „Þetta er eitt þriggja verstu umhverfisslysa Evrópu síðustu tuttugu eða þrjátíu árin," segir Herwit Schuster, talsmaður umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace. „Það er greinilegt að 40 ferkílómetra svæði sem að mestu hefur verið notað til landbúnaðar er mengað og ónýtt til lengri tíma," sagði hann. Í þýska dagblaðinu Die Welt er haft eftir Ungverja, sem ekki er nafngreindur, að þegar svæðið hefur þornað þurfi ekki annað en að mála á það hvítar línur og þá sé þar kominn stærsti tennisvöllur veraldar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Óttast er að eiturleðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu. Lögreglurannsókn er hafin á því hvort lekann megi rekja til glæpsamlegra brota á starfsskyldum stjórnenda verksmiðjunnar eða embættismanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið en þriggja var enn saknað síðdegis í gær, tveimur dögum eftir að stífluveggur gaf sig með þeim afleiðingum að rauð þunnfljótandi báxítleðja rann í stríðum straumum frá verksmiðjunni. Um milljón rúmmetrar streymdu yfir nærliggjandi svæði, ruddu bifreiðum af vegum, skemmdu brýr og flæddu yfir götur nokkurra þorpa. Í gær var ekki enn vitað hvers vegna stífluveggurinn gaf sig. Viktor Orban forsætisráðherra sagði óhappið hafa komið öllum á óvart, því aðeins tvær vikur eru liðnar frá því farið var yfir öryggisatriði í verksmiðjunni og báxítleðjulóninu. Þá var ekki að sjá að neinu væri ábótavant. Báxítmengaða leðjan er úrgangur úr súrálsframleiðslu, en súrál er unnið úr báxíti, sem er álrík steintegund. Enginn leki var lengur úr lóninu í gær, en unnið var að því að styrkja stífluveggina. Verðir eru á vettvangi til að láta vita ef lekur á ný. Joe Hennon, talsmaður Evrópusambandsins, sagði hættu á því að eiturmengunin breiddist til fleiri landa. Hann sagði Evrópusambandið reiðubúið að veita Ungverjum aðstoð ef á þyrfti að halda. Mesta hættan er á að ætandi efnin berist út í Dóná, sem rennur til suðurs yfir landamærin til Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu og Moldóvu áður en hún berst út í Svartahaf. „Þetta er eitt þriggja verstu umhverfisslysa Evrópu síðustu tuttugu eða þrjátíu árin," segir Herwit Schuster, talsmaður umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace. „Það er greinilegt að 40 ferkílómetra svæði sem að mestu hefur verið notað til landbúnaðar er mengað og ónýtt til lengri tíma," sagði hann. Í þýska dagblaðinu Die Welt er haft eftir Ungverja, sem ekki er nafngreindur, að þegar svæðið hefur þornað þurfi ekki annað en að mála á það hvítar línur og þá sé þar kominn stærsti tennisvöllur veraldar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira