Bandarískir draumar Vigdís Hauksdóttir skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Bandaríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði utanríkisráðherra eftir fundi með Hillary Clinton með frekari málaleitan í huga. Auðvitað eigum við að ræða þessi mál við sem flestar þjóðir enda hefur málflutningur okkar framsóknarmanna verið á þá leið. Það er undarlegt að utanríkisráðherra Íslendinga skuli ekki gera sér grein fyrir stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Bretum og Hollendingum. Bandaríkjamenn heyja stríð í Írak og Afganistan undir nafni NATO. Í örvæntingu leita þeir leiða til þess að einangrast ekki í stríðsrekstrinum. Þeir hafa lagt hart að Bretum og Hollendingum að draga ekki herlið sitt til baka og jafnvel hafa þeir lagt fram kröfu um að fjölga hermönnum. Ég trúi því að Bretar og Hollendingar séu áhugalitlir um þennan hernað og vilji koma sér þaðan. Hollenska stjórnin er fallin vegna ágreinings um stríðsreksturinn og breska ríkisstjórnin sætir mikilli gagnrýni. Ljóst er að þessar þjóðir halda herliði sínu þarna eingöngu af undanlátssemi við Bandaríkin og gjalda fyrir það heima. Bretar og Hollendingar hafa eytt hundruðum milljarða vegna þessa, fyrir Bandaríkjamenn, og hafa sætt miklu mannfalli. Svo virðist nú sem breska ríkisstjórnin falli líka á næstu dögum. Bandaríkjamenn þurfa á allri aðstoð að halda frá Bretum og Hollendingum sem unnt er að fá. Þeir eru í engri stöðu til að beita þessar þjóðir þrýstingi í þágu Íslands. Að auki má benda á að diplómatísk samskipti Íslendinga við Bandaríkjamenn hafa ekki verið í lagi undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Sendiherra Bandaríkjanna fór af landi brott fyrir rúmu ári og ekki hefur nýr sendiherra verið skipaður eftir að Robert S. Connan, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið í fyrra. Í hvaða stöðu telur Össur sig vera til að skipa svo fyrir að senda embættismenn í bandaríska sendiráðið með hótanir um stuðning? Í morgunútvarpinu á Rás 2 sagði Össur að hann væri stoltur af þeirri hörku sem starfsmenn hans hefðu sýnt í viðræðum við Sam Watson starfandi sendifulltrúa. Já, Össur skipað gætir þú, væri þér hlýtt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Bandaríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði utanríkisráðherra eftir fundi með Hillary Clinton með frekari málaleitan í huga. Auðvitað eigum við að ræða þessi mál við sem flestar þjóðir enda hefur málflutningur okkar framsóknarmanna verið á þá leið. Það er undarlegt að utanríkisráðherra Íslendinga skuli ekki gera sér grein fyrir stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Bretum og Hollendingum. Bandaríkjamenn heyja stríð í Írak og Afganistan undir nafni NATO. Í örvæntingu leita þeir leiða til þess að einangrast ekki í stríðsrekstrinum. Þeir hafa lagt hart að Bretum og Hollendingum að draga ekki herlið sitt til baka og jafnvel hafa þeir lagt fram kröfu um að fjölga hermönnum. Ég trúi því að Bretar og Hollendingar séu áhugalitlir um þennan hernað og vilji koma sér þaðan. Hollenska stjórnin er fallin vegna ágreinings um stríðsreksturinn og breska ríkisstjórnin sætir mikilli gagnrýni. Ljóst er að þessar þjóðir halda herliði sínu þarna eingöngu af undanlátssemi við Bandaríkin og gjalda fyrir það heima. Bretar og Hollendingar hafa eytt hundruðum milljarða vegna þessa, fyrir Bandaríkjamenn, og hafa sætt miklu mannfalli. Svo virðist nú sem breska ríkisstjórnin falli líka á næstu dögum. Bandaríkjamenn þurfa á allri aðstoð að halda frá Bretum og Hollendingum sem unnt er að fá. Þeir eru í engri stöðu til að beita þessar þjóðir þrýstingi í þágu Íslands. Að auki má benda á að diplómatísk samskipti Íslendinga við Bandaríkjamenn hafa ekki verið í lagi undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Sendiherra Bandaríkjanna fór af landi brott fyrir rúmu ári og ekki hefur nýr sendiherra verið skipaður eftir að Robert S. Connan, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið í fyrra. Í hvaða stöðu telur Össur sig vera til að skipa svo fyrir að senda embættismenn í bandaríska sendiráðið með hótanir um stuðning? Í morgunútvarpinu á Rás 2 sagði Össur að hann væri stoltur af þeirri hörku sem starfsmenn hans hefðu sýnt í viðræðum við Sam Watson starfandi sendifulltrúa. Já, Össur skipað gætir þú, væri þér hlýtt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun