Íslenski boltinn

Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Sigurðsson.
Helgi Sigurðsson.
Helgi Sigurðsson og félagar í Víkingi komust í dag upp í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 2-0 sigur á KA fyrir norðan í næstsíðustu umferð 1. deildar karla. Það var mikil gleði í leikslok enda Víkingar komnir í úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan sumarið 2007.

„Það var þvílík stemning í klefanum. Þetta er markmið sem við settum okkur fyrir tæpu ári síðan og það er frábært að sjá það vera að veruleika í dag," sagði Helgi Sigurðsson í viðtali við fótbolta.net eftir leikinn.

Í viðtalinu sem má finna myndband af hér má sjá vel fjörið og gleðina hjá Víkingum í leikslok en þeir hafa tveggja stiga forskot á Leikni (2. sæti) og fimm stiga forskot á Þór (3. sæti) þegar aðeins ein umferð er eftir.

Helgi sagði ennfremur í viðtalinu að Víkingar ættu þetta skilið. „Við eigum þetta skilið. Við erum búnir að vera besta liðið í sumar heilt yfir og það verður gaman að takast á við úrvalsdeildina að ári," sagði Helgi í viðtalinu við netsíðuna fótbolta.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×