Ekki víst að LeBron taki börnin með á völlinn í Cleveland Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2010 16:45 LeBron James. Nordic Photos/Getty Images Það eru margir NBA-aðdáendur farnir að telja niður fyrir næstu viku því þá snýr LeBron James aftur til Cleveland en hann yfirgaf herbúðir félagsins eins og frægt er orðið síðasta sumar og gekk í raðir Miami Heat. Það er líklega ekki verið að taka of stórt upp í sig með því að halda fram að James sé hataður í borginni í kjölfarið. Forráðamenn Cleveland eru þegar farnir að undirbúa "heimkomuna" en öryggisgæsla verður hert verulega á leiknum. Starfsmenn munu einnig labba um salinn meðan á leik stendur og fjarlægja sérstaklega móðgandi skilti. "Auðvitað sættum við okkur ekki við of mikinn dónaskap, það eru börn líka á staðnum. Við ætlum samt ekki að vera eins og Gestapó," sagði hinn skrautlegi eigandi Cleveland, Dan Gilbert. James getur ekki neitað því að hann sé þegar farinn að hugsa um leikinn. "Hvernig er annað hægt? Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að fara í óvinveitt umhverfi. Það verður hátt spennustigið og mikil læti þarna," sagði James og bætti við. "Ég hef engar áhyggjur af öryggisgæslunni. Þetta er góð deild og það er alltaf passað upp á að bæði leikmönnum og áhorfendum líði vel." Á þeim sjö árum sem James lék með Cleveland voru vinir hans og fjölskylda dugleg að mæta á völlinn. Þar á meðal synir hans tveir sem nú búa í Akron með unnustu James. James hefur ekki ákveðið hvort hann taki þá með á völlinn. "Það væri líklega skynsamlegt að biðja vini og ættingja að halda sig fjarri. Það gæti samt verið erfitt því allir vilja sjá leikinn. Við sjáum hvað setur," sagði James. NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Það eru margir NBA-aðdáendur farnir að telja niður fyrir næstu viku því þá snýr LeBron James aftur til Cleveland en hann yfirgaf herbúðir félagsins eins og frægt er orðið síðasta sumar og gekk í raðir Miami Heat. Það er líklega ekki verið að taka of stórt upp í sig með því að halda fram að James sé hataður í borginni í kjölfarið. Forráðamenn Cleveland eru þegar farnir að undirbúa "heimkomuna" en öryggisgæsla verður hert verulega á leiknum. Starfsmenn munu einnig labba um salinn meðan á leik stendur og fjarlægja sérstaklega móðgandi skilti. "Auðvitað sættum við okkur ekki við of mikinn dónaskap, það eru börn líka á staðnum. Við ætlum samt ekki að vera eins og Gestapó," sagði hinn skrautlegi eigandi Cleveland, Dan Gilbert. James getur ekki neitað því að hann sé þegar farinn að hugsa um leikinn. "Hvernig er annað hægt? Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að fara í óvinveitt umhverfi. Það verður hátt spennustigið og mikil læti þarna," sagði James og bætti við. "Ég hef engar áhyggjur af öryggisgæslunni. Þetta er góð deild og það er alltaf passað upp á að bæði leikmönnum og áhorfendum líði vel." Á þeim sjö árum sem James lék með Cleveland voru vinir hans og fjölskylda dugleg að mæta á völlinn. Þar á meðal synir hans tveir sem nú búa í Akron með unnustu James. James hefur ekki ákveðið hvort hann taki þá með á völlinn. "Það væri líklega skynsamlegt að biðja vini og ættingja að halda sig fjarri. Það gæti samt verið erfitt því allir vilja sjá leikinn. Við sjáum hvað setur," sagði James.
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira