Niðurskurður í jóladagatali Sjónvarpsins 2. desember 2010 15:00 vöðum ekki í peningum Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir niðurskurðinn hafa verið óumflýjanlegan en telur að enginn eigi að verða fyrir vonbrigðum með jóladagatalið í ár. „Í ár er jóladagatalið norskt,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Jóladagatalið hefur verið fastur dagskrárliður í Sjónvarpinu allt frá árinu 1986 og eflaust muna margir eftir þekktum persónum úr jóladagatalinu sem stytti börnum stundir á meðan beðið var eftir jólunum. Aðeins einu sinni áður hefur efnið verið erlent, en árið 1993 sýndi Sjónvarpið jóladagatal um Múmínálfana. Hún segir ástæðuna fyrir erlenda efninu afar einfalda. „Þetta er afskaplega dýrt efni í framleiðslu og eins og allir vita vöðum við ekki í peningum hérna.“ Sjónvarpið hefur haft þá hefð að gefa út dagatal samhliða sjónvarpsefninu en þar verður einnig niðurskurður. „Við erum að tapa peningum á því að gefa það út,“ segir Sigrún og bætir við að áhuginn á jóladagatalinu hafi farið minnkandi með árunum. Sjónvarpið hefur oft á tíðum endursýnt gamalt jóladagatal og segir Sigrún að það hafi komið til umræðu í ár. „Já, það kom til greina. En af tveimur mögulegum kostum fannst mér þessi kostur vera betri. Ég vildi frekar bjóða upp á nýtt og flott efni,“ segir Sigrún. Hún segist ekki hafa orðið vör við gagnrýni. „Það væri voðalega gaman að geta gert allt, en þannig er nú bara ekki það líf sem við búum við í dag,“ segir Sigrún en bætir við að jóladagatalið í ár verði mjög skemmtilegt og öll fjölskyldan eigi eflaust eftir að hafa gaman af. Jóladagatalið heitir á frummálinu „Jul i Svingen“ en í íslenskri þýðingu kallast það „Jól í Snædal“.- ka Lífið Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
„Í ár er jóladagatalið norskt,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Jóladagatalið hefur verið fastur dagskrárliður í Sjónvarpinu allt frá árinu 1986 og eflaust muna margir eftir þekktum persónum úr jóladagatalinu sem stytti börnum stundir á meðan beðið var eftir jólunum. Aðeins einu sinni áður hefur efnið verið erlent, en árið 1993 sýndi Sjónvarpið jóladagatal um Múmínálfana. Hún segir ástæðuna fyrir erlenda efninu afar einfalda. „Þetta er afskaplega dýrt efni í framleiðslu og eins og allir vita vöðum við ekki í peningum hérna.“ Sjónvarpið hefur haft þá hefð að gefa út dagatal samhliða sjónvarpsefninu en þar verður einnig niðurskurður. „Við erum að tapa peningum á því að gefa það út,“ segir Sigrún og bætir við að áhuginn á jóladagatalinu hafi farið minnkandi með árunum. Sjónvarpið hefur oft á tíðum endursýnt gamalt jóladagatal og segir Sigrún að það hafi komið til umræðu í ár. „Já, það kom til greina. En af tveimur mögulegum kostum fannst mér þessi kostur vera betri. Ég vildi frekar bjóða upp á nýtt og flott efni,“ segir Sigrún. Hún segist ekki hafa orðið vör við gagnrýni. „Það væri voðalega gaman að geta gert allt, en þannig er nú bara ekki það líf sem við búum við í dag,“ segir Sigrún en bætir við að jóladagatalið í ár verði mjög skemmtilegt og öll fjölskyldan eigi eflaust eftir að hafa gaman af. Jóladagatalið heitir á frummálinu „Jul i Svingen“ en í íslenskri þýðingu kallast það „Jól í Snædal“.- ka
Lífið Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira