Handbolti

Valdimar Þórs: Við gátum eitthvað í þessum leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Valdimar í leik með HK.
Valdimar í leik með HK.

„Við erum búnir að fá á okkur allt of mörg mörk í hverjum leik og við erum því ánægðir með hvernig vörnin okkar spilaði. Við héldum þeim lengi vel niðri og þeir voru alltaf í vandræðum í sóknarleiknum sínum, við bara náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum. Þar liggur sigurinn," sagði Valdimar Þórsson leikmaður Vals eftir 23-17 tap gegn Akureyri í Vodafone höllinni.

„Boltinn datt oft með þeim en það gerist, við vorum hinsvegar óskynsamir síðustu mínúturnar og það telur."

Akureyringar eru á toppnum og hafa verið á góðri siglingu á meðan Valsmenn halda sæti sínu hinu megin á töflunni enn sigurlausir.

„ Þótt þeir séu á toppnum finnst mér ekki mikill munur á sætum 1-4, við eigum FH næst sem var spáð titlinum þannig við þurfum að halda áfram þessum góða varnarleik og bæta sóknarleikinn. Við tökum margt úr þessum leik, við gátum eitthvað í þessum leik annað en oft áður og það er mjög jákvætt."

Valsmenn sem lentu í 2. Sæti í fyrra eru með mjög breyttan leikmannahóp en Valdimar hefur trú á verkefninu.

„Þetta hlýtur að fara að detta inn," sagði Valdimar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×