Hrafn Kristjánsson: Svona spáðum við þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2010 16:30 Hrafn Kristjánsson. Mynd/Daníel Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni. „Það eru búnar að vera gríðarlega miklar breytingar kvennamegin og fannst það alveg vera kýrskýrt hverjar myndu verða efstar þeim megin. Það hefur verið ágætisgangur á karlaliðinu og við gerum tilkall til efsta sætisins eins og tvö til þrjú önnur lið. Svona spáðum við þessu þannig að það þýðir ekkert að láta þetta ná til sín," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla og kvennaliðs KR en Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitli í kvennadeildinni. Karlalið KR spilaði kanalaust á undirbúningstímabilinu en bandarískur leikmaður var nýlentur á landinu þegar fundurinn fór fram í dag. „Við erum að fá Bandaríkjamann inn í þetta núna og það breytir þessu til batnaðar hjá okkur. Það er ekki víst að það gerist næstu vikurnar því þetta þarf smá aðlögunarferli. Ég veit ekki enn hversu stór þáttur hans verður í fyrsta leiknum á móti Stjörnunni," sagði Hrafn se vonast til þessa að nýi bandaríski bakvörðurinn hjálpi KR-liðinu mikið varnarlega. „Við erum sóknarlega að nálgast það sem við viljum vera en eftir að við fórum yfir Snæfellsleikinn þá komu fram miklar brotalamir í grundvallaratriðum varnarleiksins sem við þurfum að bæta. það er gott að geta séð hvað er að. Það er nýr þjálfari og nýjar áherslur en ég hef fulla trú á þessu liði. Við eigum ennþá töluvert inni og það er gott því það er ekki gott að eiga ekkert inni á þessum árstíma," sagði Hrafn. Kvennaliðið tapaði illa fyrir Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins en kom til baka með því að vinna Hauka í Meistarakeppninni í gær. „Stelpurnar sýndu gríðarlegan karkater í meistarakeppninni með því að koma til baka eftir tapið í Lengjubikarnum. Í ofanálag vantaði þrjár stelpur sem eru vanalega að spila hjá mér. Ég níddist svolítið á lykilmönnum í þeim leik en þær stigu svo sannarlega upp og sýndu hvað þær eru í góðu leikformi," sagði Hrafn en hann segir kvennaliðið vera búið að missa mikið. „Við erum að missa sjö leikmenn úr leikmannahópnum sem landaði titlinum í fyrra og þar á meðal eru Signý Hermannsdóttir, Unnur Tara og bandarískur leikmaður," sagði Hrafn sem vill ekkert gefa út um það hvort kvennaliði verði með bandarískan leikmann í vetur. "Við munum alltof skoða það sem við þurfum að gera til þess að standa í baráttunni í lokin," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni. „Það eru búnar að vera gríðarlega miklar breytingar kvennamegin og fannst það alveg vera kýrskýrt hverjar myndu verða efstar þeim megin. Það hefur verið ágætisgangur á karlaliðinu og við gerum tilkall til efsta sætisins eins og tvö til þrjú önnur lið. Svona spáðum við þessu þannig að það þýðir ekkert að láta þetta ná til sín," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla og kvennaliðs KR en Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitli í kvennadeildinni. Karlalið KR spilaði kanalaust á undirbúningstímabilinu en bandarískur leikmaður var nýlentur á landinu þegar fundurinn fór fram í dag. „Við erum að fá Bandaríkjamann inn í þetta núna og það breytir þessu til batnaðar hjá okkur. Það er ekki víst að það gerist næstu vikurnar því þetta þarf smá aðlögunarferli. Ég veit ekki enn hversu stór þáttur hans verður í fyrsta leiknum á móti Stjörnunni," sagði Hrafn se vonast til þessa að nýi bandaríski bakvörðurinn hjálpi KR-liðinu mikið varnarlega. „Við erum sóknarlega að nálgast það sem við viljum vera en eftir að við fórum yfir Snæfellsleikinn þá komu fram miklar brotalamir í grundvallaratriðum varnarleiksins sem við þurfum að bæta. það er gott að geta séð hvað er að. Það er nýr þjálfari og nýjar áherslur en ég hef fulla trú á þessu liði. Við eigum ennþá töluvert inni og það er gott því það er ekki gott að eiga ekkert inni á þessum árstíma," sagði Hrafn. Kvennaliðið tapaði illa fyrir Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins en kom til baka með því að vinna Hauka í Meistarakeppninni í gær. „Stelpurnar sýndu gríðarlegan karkater í meistarakeppninni með því að koma til baka eftir tapið í Lengjubikarnum. Í ofanálag vantaði þrjár stelpur sem eru vanalega að spila hjá mér. Ég níddist svolítið á lykilmönnum í þeim leik en þær stigu svo sannarlega upp og sýndu hvað þær eru í góðu leikformi," sagði Hrafn en hann segir kvennaliðið vera búið að missa mikið. „Við erum að missa sjö leikmenn úr leikmannahópnum sem landaði titlinum í fyrra og þar á meðal eru Signý Hermannsdóttir, Unnur Tara og bandarískur leikmaður," sagði Hrafn sem vill ekkert gefa út um það hvort kvennaliði verði með bandarískan leikmann í vetur. "Við munum alltof skoða það sem við þurfum að gera til þess að standa í baráttunni í lokin," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira