Fjármögnun er veikasti hlekkurinn 1. október 2010 04:00 í gær Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Vilmos Budavari frá framkvæmdastjórn ESB og Timo Summa, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi.Fréttablaðið/GVA „Nærri 99 prósent íslenskra fyrirtækja falla undir skilgreininguna á litlum og meðalstórum fyrirtækjum," benti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á í ræðu sinni á fjármögnunarráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) í Reykjavík í gærmorgun. Á ráðstefnunni var kynnt átak ESB til að ýta undir lánveitingar til fyrirtækja þar sem starfsmenn eru færri en 250 talsins. Sambandið brúar þá bil vanti veð til þess að fyrirtækin teljist hæf til lántöku. Katrín sagði fjölda tækifæra til staðar hér á landi og vísaði meðal annars til viðleitni stjórnvalda til að ýta undir nýsköpun, orkuiðnað og ferðamennsku. „Til að nýta þessi tækifæri verðum við að tryggja aðgang að fjármagni," sagði hún og vakti athygli á því að í samanburði þjóða, svo sem hjá Global Entrepreneurship Monitor, sé fjármögnun verkefna einmitt einn helsti veikleiki íslensks viðskiptaumhverfis. Katrín kvaðst vonast til þess að ráðstefnan bæri ávöxt og hvatti fulltrúa íslenskra fjármálafyrirtækja, sem og smærri og meðalstórra fyrirtækja, til að kynna sér fjármögnunarleiðir sem opna mætti með tilstilli Evrópusambandsins. „Til staðar eru ónýtt tækifæri og ég vona að við getum hagnýtt þau öllum til hagsbóta." - óká Fréttir Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Nærri 99 prósent íslenskra fyrirtækja falla undir skilgreininguna á litlum og meðalstórum fyrirtækjum," benti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á í ræðu sinni á fjármögnunarráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) í Reykjavík í gærmorgun. Á ráðstefnunni var kynnt átak ESB til að ýta undir lánveitingar til fyrirtækja þar sem starfsmenn eru færri en 250 talsins. Sambandið brúar þá bil vanti veð til þess að fyrirtækin teljist hæf til lántöku. Katrín sagði fjölda tækifæra til staðar hér á landi og vísaði meðal annars til viðleitni stjórnvalda til að ýta undir nýsköpun, orkuiðnað og ferðamennsku. „Til að nýta þessi tækifæri verðum við að tryggja aðgang að fjármagni," sagði hún og vakti athygli á því að í samanburði þjóða, svo sem hjá Global Entrepreneurship Monitor, sé fjármögnun verkefna einmitt einn helsti veikleiki íslensks viðskiptaumhverfis. Katrín kvaðst vonast til þess að ráðstefnan bæri ávöxt og hvatti fulltrúa íslenskra fjármálafyrirtækja, sem og smærri og meðalstórra fyrirtækja, til að kynna sér fjármögnunarleiðir sem opna mætti með tilstilli Evrópusambandsins. „Til staðar eru ónýtt tækifæri og ég vona að við getum hagnýtt þau öllum til hagsbóta." - óká
Fréttir Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira