Íslenski boltinn

Ísland trekkir ekki að á Parken - Miðasala gengur illa

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fréttablaðið/Stefán
Óhætt er að segja að ekki sé slegist um miða á landsleik Danmerkur og Íslands í undankeppni EM sem fram fer á Parken í Kaupmannahöfn næsta þriðjudag.

„Það er búið að selja um 15 þúsund miða á leikinn og ég tel ekki möguleika á að það verði uppselt á hann," segir Suzanne Aabo hjá danska knattspyrnusambandinu en Parken tekur 38 þúsund manns í sæti.

Síðast þegar Danmörk og Ísland mættust í undankeppni á Parken voru 15.393 áhorfendur. Það hefur gerst ellefu sinnum að Danmörk hefur leikið leik í undankeppni fyrir framan færri en 20 þúsund manns. Aabo býst ekki við tólfta skiptinu á þriðjudag.

„Ég vonast til að áhorfendafjöldinn á leiknum verði milli 25.000 og 28.000," segir Aabo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×