Handbolti

Bjarni Aron: Sportið er grimmt

Henry Birgir Gunnarsson í áhaldageymslunni að Varmá skrifar
Mynd/Valli

Mosfellingurinn Bjarni Aron Þórðarson var að vonum svekktur eftir eins marks tap á heimavelli gegn Val í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna í N1-deildinni í vetur.

"Sportið er grimmt. Við lögðum okkur fram en það vantaði að halda haus, fara alla leið og vinna leikinn. Við náðum að vinna upp sjö marka forskot og það er svekkjandi að standa uppi tómhentur eftir þannig leik," sagði Bjarni Aron svekktur en hann fór mikinn á lokakaflanum eftir að hafa verið slakur framan af leik.

"Við erum að fá á okkur allt of klaufalegar tvær mínútur og þar á meðal ég í tvígang. Þessi klaufaskapur skildi á milli að mínu mati," sagði Bjarni en hans menn létu reka sig ítrekað af velli á lokakaflanum.

Afturelding er farið að þekkja það of vel að tapa leikjum undir lokin og því eðlilegt að spyrja hvort liðið fari alltaf á taugum undir lokin.

"Það getur verið. Það vantar líklega meiri trú í okkur. Við getum þetta samt og þetta hlýtur að fara að detta með okkur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×