Umfjöllun: Ísland úr leik eftir tap gegn Frökkum Hjalti Þór Hreinsson á Laugardalsvelli skrifar 21. ágúst 2010 17:38 Hólmfríður Magnúsdóttir í landsleik gegn Króatíu. Fréttablaðið/Valli Það var alltaf ljóst að það þyrfti magnaðan leik frá íslenska landsliðinu til að vinna Frakka, hvað þá 3-0 eins og markmiðið var. Ísland átti við ofurefli að etja í dag og tapaði 0-1. Íslenska liðið byrjaði vel og fékk tvö fín færi í upphafi leiks en nýtti þau ekki. Frakkar tóku þá strax við sér og réðu nákvæmlega öllu á vellinum. Íslenska liðið tók aftur við sér undir lok hálfleiksins sem var markalaus og fremur tíðindalítill. Frakkar fengu miklu betri færi, tvö dauðafæri en íslenska liðið ekkert. Besta tækifærið kom þegar Hólmfríður gat skotið úr góðu færi en hún ákvað að senda boltann og færið fór út um þúfur. Jafnræði var með liðunum í upphafi seinni hálfleiks en eftir fimmtán mínútna leik skoruðu Frakkar. Löng sending kom innfyrir vörnina, Guðbjörg ætlaði út í boltann en hætti við. Það reyndist slæm ákvörðun, hún gat ekkert gert þegar Gaëtane Thiney vippaði yfir hana. Hólmfríður komst ein í gegnum vörn Frakka en virtist ekki vita hvað hún ætlaði að gera. Í stað þess að skjóta var hún alltof lengi með boltann og tapaði honum. Edda Garðarsdóttir tók svo hornspyrnu sem fór í stöngina fjær og út. Frakkar fengu dauðafæri undir lok leiksins en skoruðu ekki, sem betur fer. Íslenska liðið á hrós skilið fyrir baráttu og vilja en óskynsemi og rangar ákvörðunartökur voru of algengar í leiknum. Frakkar áttu sigurinn skilinn. Ísland er þar með úr leik og kemst ekki í lokakeppni HM í ár. Frakkar fara í umspil um laust sæti þar. Ísland 0-1 Frakkland 0-1 Gaëtane Thiney (60.)Áhorfendur: 3710Skot (á mark): 9-12 (3-6)Varið: Guðbjörg 4 - Sapowicz 3Horn: 4-5Rangstöður: 1-4Aukaspyrnur fengnar: 11-12Lið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir Sif Atladóttir Ólína Viðarsdóttir Katrín Jónsdóttir Rakel Hönnudóttir (46. Guðný Björk Óðinsdóttir) Edda Garðarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Dóra María Lárusdóttir Margrét Lára Viðarsdóttir (78. Hallbera Guðný Gísladóttir) Hólmfríður Magnúsdóttir Dagný Brynjarsdóttir (68. Kristín Ýr Bjarnadóttir) Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Það var alltaf ljóst að það þyrfti magnaðan leik frá íslenska landsliðinu til að vinna Frakka, hvað þá 3-0 eins og markmiðið var. Ísland átti við ofurefli að etja í dag og tapaði 0-1. Íslenska liðið byrjaði vel og fékk tvö fín færi í upphafi leiks en nýtti þau ekki. Frakkar tóku þá strax við sér og réðu nákvæmlega öllu á vellinum. Íslenska liðið tók aftur við sér undir lok hálfleiksins sem var markalaus og fremur tíðindalítill. Frakkar fengu miklu betri færi, tvö dauðafæri en íslenska liðið ekkert. Besta tækifærið kom þegar Hólmfríður gat skotið úr góðu færi en hún ákvað að senda boltann og færið fór út um þúfur. Jafnræði var með liðunum í upphafi seinni hálfleiks en eftir fimmtán mínútna leik skoruðu Frakkar. Löng sending kom innfyrir vörnina, Guðbjörg ætlaði út í boltann en hætti við. Það reyndist slæm ákvörðun, hún gat ekkert gert þegar Gaëtane Thiney vippaði yfir hana. Hólmfríður komst ein í gegnum vörn Frakka en virtist ekki vita hvað hún ætlaði að gera. Í stað þess að skjóta var hún alltof lengi með boltann og tapaði honum. Edda Garðarsdóttir tók svo hornspyrnu sem fór í stöngina fjær og út. Frakkar fengu dauðafæri undir lok leiksins en skoruðu ekki, sem betur fer. Íslenska liðið á hrós skilið fyrir baráttu og vilja en óskynsemi og rangar ákvörðunartökur voru of algengar í leiknum. Frakkar áttu sigurinn skilinn. Ísland er þar með úr leik og kemst ekki í lokakeppni HM í ár. Frakkar fara í umspil um laust sæti þar. Ísland 0-1 Frakkland 0-1 Gaëtane Thiney (60.)Áhorfendur: 3710Skot (á mark): 9-12 (3-6)Varið: Guðbjörg 4 - Sapowicz 3Horn: 4-5Rangstöður: 1-4Aukaspyrnur fengnar: 11-12Lið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir Sif Atladóttir Ólína Viðarsdóttir Katrín Jónsdóttir Rakel Hönnudóttir (46. Guðný Björk Óðinsdóttir) Edda Garðarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Dóra María Lárusdóttir Margrét Lára Viðarsdóttir (78. Hallbera Guðný Gísladóttir) Hólmfríður Magnúsdóttir Dagný Brynjarsdóttir (68. Kristín Ýr Bjarnadóttir)
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira