Einar Skúlason: Græn borg er skemmtileg borg 8. maí 2010 06:00 Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi í umhverfismálum. Ekki er nóg að stíga græn skref, þótt þau séu góð. Við þurfum græna byltingu. Fjölmargt má gera betur. Það þarf að auka flokkun á sorpi, meðhöndla úrganginn betur og nýta í verðmætasköpun. Við þurfum að þétta byggðina án þess að ganga á græn svæði. Við viljum gefa áhugahópum kost á því að taka svæði í borgarlandinu í fóstur, s.s. róluvelli, torg og græn svæði. Við þurfum að fegra hverfi borgarinnar. Það þarf að auka þjónustu við þá sem ferðast á umhverfisvænan hátt og auka framboð umhverfisvænna orkugjafa. Það ætti að skylda borgarstofnanir til þess að kaupa einungis umhverfisvæna bíla sem lið í umhverfisvænni innkaupastefnu. Margar útivistarperlur er að finna innan borgarmarkanna. Ég vil nefna sérstaklega vatnasvið Elliðaár og vatnasvið Úlfarsár. Það þarf að vinna heildarskipulag fyrir bæði þessi svæði með sérstakri áherslu á aðstöðu til útivistar og fræðslu um náttúru og umhverfi. Markmið umhverfisverndar þjóna þeim tilgangi að gera borgina fallegri og betri til að búa í. Leiðum til að njóta borgarinnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða fjölgar í kjölfarið. Um leið og við leggjum áherslu á umhverfismál, styðjum við á sama tíma við holla hreyfingu og útivist. Við bætum aðstöðuna til hjólreiða, sjósunds og hestamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Í nafni umhverfisverndar og betra mannlífs getum við fjölgað gönguleiðum um náttúru borgarlandsins, um Heiðmörk, Öskjuhlíð og hlíðar Esjunnar. Lykilatriðið er þetta: Græn borg er skemmtileg borg. Í þeim anda á að byggja upp borgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi í umhverfismálum. Ekki er nóg að stíga græn skref, þótt þau séu góð. Við þurfum græna byltingu. Fjölmargt má gera betur. Það þarf að auka flokkun á sorpi, meðhöndla úrganginn betur og nýta í verðmætasköpun. Við þurfum að þétta byggðina án þess að ganga á græn svæði. Við viljum gefa áhugahópum kost á því að taka svæði í borgarlandinu í fóstur, s.s. róluvelli, torg og græn svæði. Við þurfum að fegra hverfi borgarinnar. Það þarf að auka þjónustu við þá sem ferðast á umhverfisvænan hátt og auka framboð umhverfisvænna orkugjafa. Það ætti að skylda borgarstofnanir til þess að kaupa einungis umhverfisvæna bíla sem lið í umhverfisvænni innkaupastefnu. Margar útivistarperlur er að finna innan borgarmarkanna. Ég vil nefna sérstaklega vatnasvið Elliðaár og vatnasvið Úlfarsár. Það þarf að vinna heildarskipulag fyrir bæði þessi svæði með sérstakri áherslu á aðstöðu til útivistar og fræðslu um náttúru og umhverfi. Markmið umhverfisverndar þjóna þeim tilgangi að gera borgina fallegri og betri til að búa í. Leiðum til að njóta borgarinnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða fjölgar í kjölfarið. Um leið og við leggjum áherslu á umhverfismál, styðjum við á sama tíma við holla hreyfingu og útivist. Við bætum aðstöðuna til hjólreiða, sjósunds og hestamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Í nafni umhverfisverndar og betra mannlífs getum við fjölgað gönguleiðum um náttúru borgarlandsins, um Heiðmörk, Öskjuhlíð og hlíðar Esjunnar. Lykilatriðið er þetta: Græn borg er skemmtileg borg. Í þeim anda á að byggja upp borgina.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar