Þróun námsefnis fyrir nemendur í brottfallshættu Björn M. Sigurjónsson skrifar 1. júlí 2010 05:00 Undanfarin tvö ár hafa þrír framhaldskólar á Íslandi, einn í Frakklandi og einn á Spáni þróað námsefni í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með styrk Leónardó da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið nefnist SOFIA og snýst um að ná til nemenda í brottfallshættu með nýrri nálgun við gerð námsefnis. Þátttökuskólarnir eru Borgarholtsskóli, Flensborgarskóli, Tækniskólinn, CNA-CEFAG margmiðlunarskólinn í París og Iðntæknistofnun Aragón á Spáni. IÐAN fræðslusetur stýrir verkefninu. Fjöldi nemenda sem falla brott úr námi er mikið áhyggjuefni hérlendis. Skýrslur OECD sýna að brottfall er hærra hérlendis en í öðrum Evrópulöndum. Nokkuð hefur áunnist í greiningu á orsökum brottfalls og nú hafa yfir 70 framhaldsskólar og grunnskólar tekið upp greiningartæki til að auðkenna og styðja nemendur í brottfallshættu. Fleiri verkefni miða að stuðningi við brottfallsnemendur.Allir eru sammála um að brottfall nemenda úr framhaldsskólum sé alvarlegt vandamál sem brýnt sé að vinna bug á. Rannsóknir sýna að það sem fer fram í kennslu er ein orsök þess að nemendur finna sig ekki í námi. Það er því eðlilegt að draga þá ályktun að námsefni sem höfðar til einstaklinga í brottfallshættu sé líklegt til að auka áhuga nemenda á námi og draga úr brottfalli. Aðferðafræði SOFIA verkefnisinsMarkmið SOFIA verkefnisins er að þróa námsefni sem höfðar til nemenda í brottfallshættu. Við hönnun námsins er viðfangsefni nemandans skipt niður í ákveðna flokka. Smæsta eining náms kallast innlögn. Nokkrar innlagnir mynda stund, oft er miðað við að í einni kennslustund séu nokkrar innlagnir. Nokkrar stundir mynda lotu sem segja má að taki e.t.v. 2-3 vikur að læra. Nokkrar lotur mynda áfanga sem algengt er að spanni eina önn í framhaldsskóla. Innlögnin er þannig úr garði gerð að þegar nemandinn hefur tileinkað sér færnina sem ætlunin er að kenna í innlögninni tekur hann próf, sannar færnina og færist yfir á næsta „borð". Í einni stund er því hægt að færast upp um nokkur „borð" líkt og í tölvuleik. Kennari getur svo raðað saman stundum og innlögnum eftir þörfum nemandans. Lykillinn að því að ná til brottfallshópsins er að kerfið sem heldur utan um námsframvindu hvers einstaklings geti lagað sig að einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Það er ekki raunhæft að sinna einstaklingsbundnum forsendum nemenda nema kennarinn geti haldið utan um jafnstóran hóp með sama tilkostnaði og í „hefðbundinni" kennslu. Áskorun SOFIA verkefnisins er því að finna hagkvæma og raunhæfa lausn sem gerir kennurum kleift að sinna námsframvindu stórra nemendahópa á forsendum hvers nemanda. Í SOFIA verkefninu var þróað sérstakt nemendaumsjónarkerfi (SCORM) sem gerir þetta kleift. Upplýsinga og fjölmiðlagreinar henta sérstaklega vel í verkefni af þessu tagi. Nám í umbroti, myndvinnslu, hreyfimyndagerð og tæknivinnslu fyrir fjölmiðla felst að miklu leyti í færni í notkun tölvuforrita. Námsumhverfið er því hið sama og starfsumhverfið sem bíður nemandans þegar hann heldur út á vinnumarkaðinn með nýja færni. Aðferðafræði SOFIA verkefnisins var þróuð í París þar sem skólar glímdu við gríðarlegt brottfall nemenda af svokallaðri þriðju kynslóð innflytjenda. Stór hópur ungmenna náði ekki fótfestu í skólakerfinu, þeir höfðu enga færni og þvældust reiðir um göturnar, fullir höfnunar og fyrirlitningar á samfélaginu. CNA CEFAG skólinn í París hóf að þróa námsefni sem höfðað gæti til þessa hóps og upp úr því spratt SOFIA verkefnið. Nám CNA CEFAG er nú hluti af franska starfsmenntakerfinu þar sem nemendur ljúka fyrst starfsmenntun á þremur árum í grafískri miðlun eða vefmiðlun, en þá tekur við tveggja ára diplóma nám sem lýkur á fjórða námsþrepi (háskólastigi). Í raun má telja það einstakt afrek að koma hópi nemenda, sem skólakerfið hefur hafnað, í gegnum flókið nám og skila þeim út í lífið með færni sem gagnast þeim til að framfleyta sér hvar sem er í Evrópu. „Bestun“ kennslustundaÞátttakendur í SOFIA verkefninu hafa tileinkað sér önnur vinnubrögð við þróun námsefnis en áður hafa tíðkast hérlendis. Í CNA CEFAG er námsefnið þróað af hópi sérfræðinga. Hópurinn samanstendur af áfangastjóra, námsefnissérfræðingi, handritshöfundi námsefnis, tæknimanni, hreyfimyndasérfræðingi (animator) og kennara eða umsjónarmanni námskeiðs. Þegar nokkrir skólar þróa námsefni á þennan hátt myndast vettvangur til að skiptast á námsefni og þannig næst hagkvæmni við námsefnisgerðina eða ákveðin „bestun". Þessa aðferðafræði sem byggir á hópvinnu má telja nýjung hérlendis þó tilraunir í þessa átt hafi verið reyndar. Í sumum fögum eru til handrit að kennslustundum eða leiðbeiningar sem eru samnýttar en í öðrum fögum er því ekki að heilsa. Hugmynd SOFIA verkefnisins er að námsefnið, handritin að kennslustundunum og stafræn útfærsla námsins komist í frjálst flæði þar sem kennarar hafa kost á því að „besta" efnið með eigin innleggi, skila því áfram og samnýta krafta hvers annars. Verkefnið snýst um að innleiða þessa aðferðafræði og læra að þróa námsefni fyrir nemendur í brottfallshættu. SOFIA verkefninu lýkur nú í október 2010 og má vænta ítarlegra kynninga meðal fagaðila í kennslu á haustmánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa þrír framhaldskólar á Íslandi, einn í Frakklandi og einn á Spáni þróað námsefni í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með styrk Leónardó da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið nefnist SOFIA og snýst um að ná til nemenda í brottfallshættu með nýrri nálgun við gerð námsefnis. Þátttökuskólarnir eru Borgarholtsskóli, Flensborgarskóli, Tækniskólinn, CNA-CEFAG margmiðlunarskólinn í París og Iðntæknistofnun Aragón á Spáni. IÐAN fræðslusetur stýrir verkefninu. Fjöldi nemenda sem falla brott úr námi er mikið áhyggjuefni hérlendis. Skýrslur OECD sýna að brottfall er hærra hérlendis en í öðrum Evrópulöndum. Nokkuð hefur áunnist í greiningu á orsökum brottfalls og nú hafa yfir 70 framhaldsskólar og grunnskólar tekið upp greiningartæki til að auðkenna og styðja nemendur í brottfallshættu. Fleiri verkefni miða að stuðningi við brottfallsnemendur.Allir eru sammála um að brottfall nemenda úr framhaldsskólum sé alvarlegt vandamál sem brýnt sé að vinna bug á. Rannsóknir sýna að það sem fer fram í kennslu er ein orsök þess að nemendur finna sig ekki í námi. Það er því eðlilegt að draga þá ályktun að námsefni sem höfðar til einstaklinga í brottfallshættu sé líklegt til að auka áhuga nemenda á námi og draga úr brottfalli. Aðferðafræði SOFIA verkefnisinsMarkmið SOFIA verkefnisins er að þróa námsefni sem höfðar til nemenda í brottfallshættu. Við hönnun námsins er viðfangsefni nemandans skipt niður í ákveðna flokka. Smæsta eining náms kallast innlögn. Nokkrar innlagnir mynda stund, oft er miðað við að í einni kennslustund séu nokkrar innlagnir. Nokkrar stundir mynda lotu sem segja má að taki e.t.v. 2-3 vikur að læra. Nokkrar lotur mynda áfanga sem algengt er að spanni eina önn í framhaldsskóla. Innlögnin er þannig úr garði gerð að þegar nemandinn hefur tileinkað sér færnina sem ætlunin er að kenna í innlögninni tekur hann próf, sannar færnina og færist yfir á næsta „borð". Í einni stund er því hægt að færast upp um nokkur „borð" líkt og í tölvuleik. Kennari getur svo raðað saman stundum og innlögnum eftir þörfum nemandans. Lykillinn að því að ná til brottfallshópsins er að kerfið sem heldur utan um námsframvindu hvers einstaklings geti lagað sig að einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Það er ekki raunhæft að sinna einstaklingsbundnum forsendum nemenda nema kennarinn geti haldið utan um jafnstóran hóp með sama tilkostnaði og í „hefðbundinni" kennslu. Áskorun SOFIA verkefnisins er því að finna hagkvæma og raunhæfa lausn sem gerir kennurum kleift að sinna námsframvindu stórra nemendahópa á forsendum hvers nemanda. Í SOFIA verkefninu var þróað sérstakt nemendaumsjónarkerfi (SCORM) sem gerir þetta kleift. Upplýsinga og fjölmiðlagreinar henta sérstaklega vel í verkefni af þessu tagi. Nám í umbroti, myndvinnslu, hreyfimyndagerð og tæknivinnslu fyrir fjölmiðla felst að miklu leyti í færni í notkun tölvuforrita. Námsumhverfið er því hið sama og starfsumhverfið sem bíður nemandans þegar hann heldur út á vinnumarkaðinn með nýja færni. Aðferðafræði SOFIA verkefnisins var þróuð í París þar sem skólar glímdu við gríðarlegt brottfall nemenda af svokallaðri þriðju kynslóð innflytjenda. Stór hópur ungmenna náði ekki fótfestu í skólakerfinu, þeir höfðu enga færni og þvældust reiðir um göturnar, fullir höfnunar og fyrirlitningar á samfélaginu. CNA CEFAG skólinn í París hóf að þróa námsefni sem höfðað gæti til þessa hóps og upp úr því spratt SOFIA verkefnið. Nám CNA CEFAG er nú hluti af franska starfsmenntakerfinu þar sem nemendur ljúka fyrst starfsmenntun á þremur árum í grafískri miðlun eða vefmiðlun, en þá tekur við tveggja ára diplóma nám sem lýkur á fjórða námsþrepi (háskólastigi). Í raun má telja það einstakt afrek að koma hópi nemenda, sem skólakerfið hefur hafnað, í gegnum flókið nám og skila þeim út í lífið með færni sem gagnast þeim til að framfleyta sér hvar sem er í Evrópu. „Bestun“ kennslustundaÞátttakendur í SOFIA verkefninu hafa tileinkað sér önnur vinnubrögð við þróun námsefnis en áður hafa tíðkast hérlendis. Í CNA CEFAG er námsefnið þróað af hópi sérfræðinga. Hópurinn samanstendur af áfangastjóra, námsefnissérfræðingi, handritshöfundi námsefnis, tæknimanni, hreyfimyndasérfræðingi (animator) og kennara eða umsjónarmanni námskeiðs. Þegar nokkrir skólar þróa námsefni á þennan hátt myndast vettvangur til að skiptast á námsefni og þannig næst hagkvæmni við námsefnisgerðina eða ákveðin „bestun". Þessa aðferðafræði sem byggir á hópvinnu má telja nýjung hérlendis þó tilraunir í þessa átt hafi verið reyndar. Í sumum fögum eru til handrit að kennslustundum eða leiðbeiningar sem eru samnýttar en í öðrum fögum er því ekki að heilsa. Hugmynd SOFIA verkefnisins er að námsefnið, handritin að kennslustundunum og stafræn útfærsla námsins komist í frjálst flæði þar sem kennarar hafa kost á því að „besta" efnið með eigin innleggi, skila því áfram og samnýta krafta hvers annars. Verkefnið snýst um að innleiða þessa aðferðafræði og læra að þróa námsefni fyrir nemendur í brottfallshættu. SOFIA verkefninu lýkur nú í október 2010 og má vænta ítarlegra kynninga meðal fagaðila í kennslu á haustmánuðum.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar