Klæðist einum kjól í mánuð 18. ágúst 2010 08:30 Aðeins einn kjóll Indía Salvör Menuez tekur þátt í verkefni til styrktar skóla í New Orleans. Hún þarf að klæðast sama kjólnum daglega út ágúst. fréttablaðið/anton Indía Salvör Menuez er hálfíslensk stúlka sem hefur tekið að sér að klæðast sama kjólnum daglega í heilan mánuð til góðgerðarstarfa. Verkefnið nefnist The uniform project og er upphafsmaður þess stúlka að nafni Sheena sem ákvað árið 2009 að klæðast sama kjólnum í heilt ár til styrktar skólabörnum á Indlandi. „Ég kynntist Sheenu í gegnum tískublogg sem kallast Stylelikeu, þar sem mismunandi fólk opnar fataskápa sína fyrir lesendum. Þessi síða vann með Uniform project og fékk ólíka einstaklinga til að klæðast sama kjól og Sheena hafði klæðst yfir árið til að sýna fram á notagildi kjólsins. Ég var með í þessu verkefni og þannig kynntist ég Sheenu og hún bað mig í framhaldi af því að taka þátt í þessu nýja verkefni," útskýrir Indía Salvör sem er aðeins sautján ára gömul. Indía hannaði kjólinn í samráði við hönnuð og óskaði meðal annars eftir því að kjóllinn væri með vösum og hálsmáli sem hægt væri að breyta eftir geðþótta. Hún klæðist kjólnum út ágúst en í september tekur ný stúlka við og nýr kjóll. Aðspurð segir Indía ekki erfitt að þurfa að klæðast sama kjólnum dag eftir dag. „Mér finnst erfiðara að blogga um þetta og að þurfa að mynda mig daglega, en það er víst hluti af þessu," segir hún og brosir. Peningarnir sem Indía Salvör safnar yfir mánuðinn renna til Blair Grocery skólans í New Orleans. „Ég var í sjálfboðavinnu í New Orleans eftir að fellibylurinn skall á borginni og það hafði mikil áhrif á mig því fólk var ekki að fá þá aðstoð sem það þurfti. Blair Grocery skólinn er eini skólinn í 9. hverfi borgarinnar og þar er unnið mikið og þarft starf sem mig langaði að styrkja." Verkefnið hefur vakið verskuldaða athygli í Bandaríkjunum og hefur tímaritið Teen Vogue meðal annars viljað fjalla um það. „Öll athygli hjálpar. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu, enda er alltaf gaman þegar maður getur látið gott af sér leiða," segir hún að lokum. Hægt er að fylgjast með verkefninu á síðunni www.theuniformproject.com. -sm Lífið Menning Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Indía Salvör Menuez er hálfíslensk stúlka sem hefur tekið að sér að klæðast sama kjólnum daglega í heilan mánuð til góðgerðarstarfa. Verkefnið nefnist The uniform project og er upphafsmaður þess stúlka að nafni Sheena sem ákvað árið 2009 að klæðast sama kjólnum í heilt ár til styrktar skólabörnum á Indlandi. „Ég kynntist Sheenu í gegnum tískublogg sem kallast Stylelikeu, þar sem mismunandi fólk opnar fataskápa sína fyrir lesendum. Þessi síða vann með Uniform project og fékk ólíka einstaklinga til að klæðast sama kjól og Sheena hafði klæðst yfir árið til að sýna fram á notagildi kjólsins. Ég var með í þessu verkefni og þannig kynntist ég Sheenu og hún bað mig í framhaldi af því að taka þátt í þessu nýja verkefni," útskýrir Indía Salvör sem er aðeins sautján ára gömul. Indía hannaði kjólinn í samráði við hönnuð og óskaði meðal annars eftir því að kjóllinn væri með vösum og hálsmáli sem hægt væri að breyta eftir geðþótta. Hún klæðist kjólnum út ágúst en í september tekur ný stúlka við og nýr kjóll. Aðspurð segir Indía ekki erfitt að þurfa að klæðast sama kjólnum dag eftir dag. „Mér finnst erfiðara að blogga um þetta og að þurfa að mynda mig daglega, en það er víst hluti af þessu," segir hún og brosir. Peningarnir sem Indía Salvör safnar yfir mánuðinn renna til Blair Grocery skólans í New Orleans. „Ég var í sjálfboðavinnu í New Orleans eftir að fellibylurinn skall á borginni og það hafði mikil áhrif á mig því fólk var ekki að fá þá aðstoð sem það þurfti. Blair Grocery skólinn er eini skólinn í 9. hverfi borgarinnar og þar er unnið mikið og þarft starf sem mig langaði að styrkja." Verkefnið hefur vakið verskuldaða athygli í Bandaríkjunum og hefur tímaritið Teen Vogue meðal annars viljað fjalla um það. „Öll athygli hjálpar. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu, enda er alltaf gaman þegar maður getur látið gott af sér leiða," segir hún að lokum. Hægt er að fylgjast með verkefninu á síðunni www.theuniformproject.com. -sm
Lífið Menning Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira