Friðurinn úti með tilkomu Facebook 1. desember 2010 13:15 Allt brjálað á vegamótum Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, segir að vera erlendu stjarnanna hafi spurst fljótt út í gegnum Facebook.fréttablaðið/anton Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook. Lífið Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook.
Lífið Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira