Dóra: Get bara vonað það besta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2010 08:30 Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011. Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira
Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011.
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira