Dóra: Get bara vonað það besta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2010 08:30 Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011. Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Fleiri fréttir Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Sjá meira
Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011.
Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Fleiri fréttir Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Sjá meira