Handbolti

Guðmundur: Okkur ekki til sóma að spila svona

Elvar Geir Magnússon skrifar

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var heldur betur ekki sáttur við spilamennsku liðsins gegn Lettlandi þó sigur hafi unnist.

„Þetta var mjög lélegt og okkur ekki til sóma að spila svona leik. Menn komu bara ekki tilbúnir í þetta frá byrjun og þeir voru hraðari en við í öllum aðgerðum. Þegar upp er staðið var þetta mjög erfiður leikur fyrir okkur og við getum bara þakkað fyrir að hafa náð í tvö stig," sagði Guðmundur.

„Það var algjör óþarfi að vera að koma sér í svona fáránlega stöðu, það er það sem ég er óánægður með. Það var eitt og annað sem klikkaði, þetta var lélegur varnarleikur og sóknarleikurinn á köflum stirður og vandræðalegur. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að ná hagstæðum úrslitum gegn Austurríki"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×