Borgarholtsskóli bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri í kvöld og var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2. Það voru félagarnir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar sem sungu til sigurs með íslenskri rappaðri útgáfu af lagi Erics Clapton Tears in Heaven.
Menntaskólinn á Akureyri varð í öðru sæti og Verslunarskólinn í því þriðja. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti sigurvegurunum verðlaunin.
Borgarholtsskóli vann Söngkeppni framhaldsskólanna
