Þórólfur Matthíasson: Fjármálastöðugleiki, matvælaöryggi og afhending raforku Þórólfur Matthíasson skrifar 21. maí 2010 10:31 Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun