Bjarni Þór tryggði strákunum dýrmætt stig í Magdeburg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2010 17:42 Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í kvöld. Mynd/GettyImages Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins. Timo Gebhart, sem var einn besti leikmaður Stuttgart á móti Barcelona í Meistaradeildinni í dögunum, kom Þýskalandi í 1-0 á 10. mínútu leiksins. Gebhart skallaði þá boltann í tómt markið eftir að Haraldur Björnsson, markvörður, hafði misreiknað fyrirgjöf frá vinstri. Það tók íslenska liðið ekki nema þrettán mínútur að jafna leikinn. Kolbeinn Sigþórsson vann boltann af aftasta varnarmanni Þjóðverja, boltinn fór til Birkis Bjarnasonar sem átti misheppnað skot sem varð að frábærri sendingu inn á Kolbein. Kolbeinn var ekki lengi að átta sig, tók markvörðinn úr jafnvægi með móttökunni og skoraði örugglega. Þýska liðið hóf seinni hálfleikinn á algjörri stórsókn og eftir að íslenska liðið hafði verið í hálfgerði nauðvörn í nokkrar mínútur varð eitthvað undan að láta. Julian Schieber fylgdi þá eftir skoti Timo Gebhart í varnarmann og kom Þýskalandi í 2-1 á 50. mínútu. Íslenska liðið lifði af stórsókn Þjóðverja í kjölfar marksins og sótti síðan í sig veðrið það sem eftir lifði leiks. Bjarni Þór Viðarsson skoraði síðan jöfnunarmarkið á 77. mínútu eftir að hafa fengið stutta sendingu frá Kolbeini Sigþórssyni eftir frábæra íslenska sókn. Kolbeinn virtist þó ætla að leggja boltann fyrir sig eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Bjarni var fljótur að átta sig og skoraði með góðu skoti í stöngina og inn. Hólmar Örn Eyjólfsson og Bjarni Þór Viðarsson björguðu síðan tvisvar á marklínu frá Timo Gebhart á lokamínútum leiksins. Í bæði skiptin þurfti frábær tilþrif frá þeim félögum svo að þessi snjalli leikmaður Stuttgart tryggði Þjóðverjum ekki sigur.Íslenska liðið er nú með þrettán stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Tékka en jafnframt fimm stigum á undan Þjóðverjum. Íslenski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins. Timo Gebhart, sem var einn besti leikmaður Stuttgart á móti Barcelona í Meistaradeildinni í dögunum, kom Þýskalandi í 1-0 á 10. mínútu leiksins. Gebhart skallaði þá boltann í tómt markið eftir að Haraldur Björnsson, markvörður, hafði misreiknað fyrirgjöf frá vinstri. Það tók íslenska liðið ekki nema þrettán mínútur að jafna leikinn. Kolbeinn Sigþórsson vann boltann af aftasta varnarmanni Þjóðverja, boltinn fór til Birkis Bjarnasonar sem átti misheppnað skot sem varð að frábærri sendingu inn á Kolbein. Kolbeinn var ekki lengi að átta sig, tók markvörðinn úr jafnvægi með móttökunni og skoraði örugglega. Þýska liðið hóf seinni hálfleikinn á algjörri stórsókn og eftir að íslenska liðið hafði verið í hálfgerði nauðvörn í nokkrar mínútur varð eitthvað undan að láta. Julian Schieber fylgdi þá eftir skoti Timo Gebhart í varnarmann og kom Þýskalandi í 2-1 á 50. mínútu. Íslenska liðið lifði af stórsókn Þjóðverja í kjölfar marksins og sótti síðan í sig veðrið það sem eftir lifði leiks. Bjarni Þór Viðarsson skoraði síðan jöfnunarmarkið á 77. mínútu eftir að hafa fengið stutta sendingu frá Kolbeini Sigþórssyni eftir frábæra íslenska sókn. Kolbeinn virtist þó ætla að leggja boltann fyrir sig eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Bjarni var fljótur að átta sig og skoraði með góðu skoti í stöngina og inn. Hólmar Örn Eyjólfsson og Bjarni Þór Viðarsson björguðu síðan tvisvar á marklínu frá Timo Gebhart á lokamínútum leiksins. Í bæði skiptin þurfti frábær tilþrif frá þeim félögum svo að þessi snjalli leikmaður Stuttgart tryggði Þjóðverjum ekki sigur.Íslenska liðið er nú með þrettán stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Tékka en jafnframt fimm stigum á undan Þjóðverjum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira