Handbolti

Ísland tapaði fyrir Svíþjóð og mætir Noregi á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Staffan Olsson og lærisveinar lögðu Ísland í kvöld.
Staffan Olsson og lærisveinar lögðu Ísland í kvöld.

Svíþjóð vann Ísland 31-26 í Heimsbikarnum í handbolta í kvöld. Sænska liðið var 19-14 yfir í hálfleik.

Það er því ljóst að Ísland mun leika gegn Noregi um þriðja sætið á mótinu á morgun en heimamenn í Svíþjóð leika gegn Dönum í úrslitum.

Ísland byrjaði leikinn mjög vel og leiddi framan af. Svíþjóð komst í fyrsta sinn yfir 7-6 og nýtti sér svo það að markvarslan hjá Íslandi var lítil sem engin.

Íslenska liðið lék vel fyrri hluta seinni hálfleiks og náði að minnka muninn í aðeins eitt mark. En þá keyrðu Svíarnir aftur framúr, gerðu fimm mörk í röð og komust í þægilega forystu.

Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í íslenska liðinu með 6 mörk. Oddur Gretarsson, Aron Pálmarsson og Alexander Petersson voru með 5 hver.

Sveinbjörn Pétursson varði 9 skot og Birkir Ívar Guðmundsson 2 skot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×