Chris Paul vill fara frá New Orleans Hornets en einn allri besti leikstjórnandi NBA-deildarinnar í körfubolta vill komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á næsta tímabili.
Samkvæmt fyrstu fréttum vildi Chris Paul helst komast til New York Knicks en nú segja bandarískir fjölmiðlar frá því að Orlando Magic sé efst á óskalista Chris Paul.
Það eru fleiri lið sem hafa mikinn áhuga á þessum frábæra bakverði. Dallas og Portland eru einnig á óskalista Paul og það er vitað af miklum áhuga á honum hjá bæði Charlotte og New Jersey.
Chris Paul mun funda með forráðamönnum New Orleans Hornets á morgun og þá kemur betur í ljós hvar hann muni spila í framtíðinni.
Orlando Magic efst á óskalistanum hjá Chris Paul
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn





Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn