Íslenski boltinn

Annar stærsti sigurinn í sögu bikarúrslitaleiks karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleiffur Gunnleifsson, markvörður FH.
Gunnleiffur Gunnleifsson, markvörður FH. Mynd/Daníel
FH-ingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í kvöld með því að vinna 4-0 stórsigur á KR á Laugardalsvellinum. Þetta er stærsti sigur liðs í bikarúrslitaleik í 23 ár eða síðan Fram vann 5-0 sigur á Víði úr Garði 1987.

Þessi fimm marka sigur Framara á Víðismönnum fyrir 23 árum er stærsti sigur í bikarúrslitaleik frá upphafi og í eina skiptið sem lið hefur náð að tryggja sér bikarinn með stærri sigri en FH-ingar gerðu í kvöld.

FH-ingar deila nú öðru sætinu með KR-liðinu frá 1964 sem vann þá 4-0 sigur á Skagamönnum í úrslitaleik á Melavellinum.



Stærstu sigrar í bikarúrslitaleikjum frá upphafi:


5-0 - Fram gegn Víði 1987

4-0 - KR gegn ÍA 1964

4-0 - FH gegn KR 2010

3-0 - KR gegn Fram 1962

4-1 - KR gegn ÍA 1963

3-0 - KR gegn Víkingi 1967

4-1 - Valur gegn ÍA 1976

5-2 - Valur gegn KR 1992 (framlenging)

3-0 - Keflavík gegn KA 2004






Fleiri fréttir

Sjá meira


×