Handbolti

Báðir þjálfarar Hauka dæmdir í leikbann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka.
Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka.
Þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna hjá Haukum voru í gær dæmdir í leikbann á fundi Aganefndar HSÍ en leikbönnin koma þó ekki til með að hafa áhrif á störf þeirra með sínum liðum sínum í N1 deild karla og kvenna.

Halldór Ingólfsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Haukum, hlaut útilokun vegna grófrara óíþróttamannslegrar framkomu í leik Selfoss og Hauka í 3.fl.ka. 10. nóvember síðastliðinn. Niðurstaða aganefndar er að Halldór sé úrskurðaður í eins leiks bann.

Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Haukum, hlaut útilokun sem leikmaður Hauka2 vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Hauka2 og Víkings í meistaraflokki karla 15. nóvember 2010. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×