Krugman: Kreppukraftaverk Íslands 1. júlí 2010 11:42 Paul Krugman. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir tveimur árum, skrifar um heimskreppuna og Ísland í dálki sínum á heimasíðu New York Times í gærkvöldi undir fyrirsögninni Kreppukraftaverkið á Íslandi. Hann segir einhverjar mestu efnahagslegu hamfarir sögunnar hafa dunið á landinu. Örfáir auðmenn hafi reist hér skammlíft fjármálaveldi með ógurlegri skuldsetningu, sem almenningur þurfi nú að greiða fyrir. Krugman segir að hagkerfið hafi orðið hugmyndafræði frjálshyggju og einkavinavæðingu að bráð. Krugman segir þessar ótrúlegu hamfarir hins vegar jafnframt vera gæfu landsins. Vegna þess hvað staða Íslands var þröng og skuldir landsins miklar hafi það neyðst til að beita óhefðbundnum meðulum í baráttunni við kreppuna. Gjaldmiðlinum hafi verið leyft að húrra og gjaldeyrishöftum hafi verið komið á. Það sem Krugman á hér við er að vegna hruns krónunnar hafi halli á utanríkisviðskiptum breyst í afgang, og höggið sem kom á hagkerfið vegna samdráttar í neyslu því orðið mun minna en ella. Og hér kemur það sem vekur athygli Krugmans; þrátt fyrir að Ísland hafi upplifað verstu fjármálakreppu sögunnar hefur það tekið út vægari refsingu en önnur Evrópulönd. Á heimasíðunni dregur hann upp graf þar sem sést að samdráttur í landsframleiðslu og atvinnu hér á landi er mun minni en í löndum sem urðu fyrir sambærilegum eða vægari áföllum en Ísland. Hann segir boðskap sögunnar vera þann að ef ríki lenda í kreppu, þá sé eins gott að hún sé reglulega djúp. Annars sé hætt við að ríkin þiggi ráðleggingar sem valdi enn verri lægð. Grein Krugman má lesa hér. Nóbelsverðlaun Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir tveimur árum, skrifar um heimskreppuna og Ísland í dálki sínum á heimasíðu New York Times í gærkvöldi undir fyrirsögninni Kreppukraftaverkið á Íslandi. Hann segir einhverjar mestu efnahagslegu hamfarir sögunnar hafa dunið á landinu. Örfáir auðmenn hafi reist hér skammlíft fjármálaveldi með ógurlegri skuldsetningu, sem almenningur þurfi nú að greiða fyrir. Krugman segir að hagkerfið hafi orðið hugmyndafræði frjálshyggju og einkavinavæðingu að bráð. Krugman segir þessar ótrúlegu hamfarir hins vegar jafnframt vera gæfu landsins. Vegna þess hvað staða Íslands var þröng og skuldir landsins miklar hafi það neyðst til að beita óhefðbundnum meðulum í baráttunni við kreppuna. Gjaldmiðlinum hafi verið leyft að húrra og gjaldeyrishöftum hafi verið komið á. Það sem Krugman á hér við er að vegna hruns krónunnar hafi halli á utanríkisviðskiptum breyst í afgang, og höggið sem kom á hagkerfið vegna samdráttar í neyslu því orðið mun minna en ella. Og hér kemur það sem vekur athygli Krugmans; þrátt fyrir að Ísland hafi upplifað verstu fjármálakreppu sögunnar hefur það tekið út vægari refsingu en önnur Evrópulönd. Á heimasíðunni dregur hann upp graf þar sem sést að samdráttur í landsframleiðslu og atvinnu hér á landi er mun minni en í löndum sem urðu fyrir sambærilegum eða vægari áföllum en Ísland. Hann segir boðskap sögunnar vera þann að ef ríki lenda í kreppu, þá sé eins gott að hún sé reglulega djúp. Annars sé hætt við að ríkin þiggi ráðleggingar sem valdi enn verri lægð. Grein Krugman má lesa hér.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira