Þjónusta Frumherja við OR Orri Hlöðversson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun