Handbolti

Freyr: Fyrri hálfleikur fór með okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Arnþór
Freyr Brynjarsson, leikmaður Hauka, segir að Haukar eigi að geta gert miklu betur en þeir gerðu gegn HK í kvöld. HK-ingar unnu, 36-34, eftir að hafa skorað 20 mörk í fyrri hálfleik.

„Þessi fyrri hálfleikur fór með okkur. Við náðum engum takti í vörninni og markverðirnir okkar komust ekki í takt við leikinn. Það er afar sjaldgæft hjá okkur enda með tvo frábæra markverði," sagði Freyr eftir leikinn í kvöld.

„Vörnin var aðeins betri í seinni hálfleik og það var svo sem ekki hægt að kvarta undan sóknarleik okkar enda skoruðum við 34 mörk í kvöld."

Haukar náðu þó að hleypa spennu í leikinn undir lokin en þeir náðu mest að minnka muninn í tvö mörk þegar lítið var eftir.

„Þá misstum við einbeitinguna. Við gerðum klaufamistök og hentum boltanum frá okkur allt of oft. Við eigum að geta lagað þetta sem og varnarleikinn og markvörsluna. Við vitum að við getum miklu betur."

„Við ætlum ekki að grafa hausinn í sandinn út af þessu. Við notum bara næsta leik til að bæta okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×