Þingmannanefndin féll á prófinu Helga Vala Helgadóttir skrifar 13. september 2010 06:00 Þingmannanefnd Alþingis kolféll á prófinu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólitískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Samfylkingar vilja undanskilja fyrrum bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Það er einstaklega ótrúverðugt hvernig nefndarliðar skiptast í lið eftir því hvort þeirra flokkur sat í ríkisstjórn við fall bankanna. Nefndin talar einum rómi þegar kemur að gagnrýni á stjórnsýsluna og eftirlitsstofnanir. Þegar nefndin þarf hins vegar að taka á þeim málum sem snerta flokkana sjálfa splundrast samstaðan og flokkspólitíkin ræður öllu. Hefði skoðun framsóknarþingmanna í nefndinni verið önnur ef hægt væri að ákæra þá ráðherra Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna? Hefði skoðun sjálfstæðisþingkvenna verið önnur ef um væri að ræða ákærur á ráðherra núverandi ríkisstjórnar? Fram hefur komið að ekki náðist samstaða í nefndinni um hvort rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna sérstaklega og þar voru það einmitt þingmenn þessara tveggja einkavæðingarflokka sem voru því andsnúnir. Með þessum flokkspólitíska klofningi þingmannanefndarinnar kemur manni fyrir sjónir Alþingi sem hefur ekkert breyst. Hagsmunir flokkanna og sérhagsmunir ráða þar enn ríkjum rétt eins og var fyrir hrun. Þingmannanefnd Alþingis tók undir þann áfellisdóm yfir stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum sem lesa má í rannsóknarskýrslu Alþingis. Var nefndin sammála um að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins. En Alþingi er ein þessara eftirlitsstofnana sem hafa brugðist stórkostlega og bregst enn. Þingmenn virðast ekki hafa ráðið við þetta verkefni. Með flokksgleraugun á nefinu verður niðurstaðan eins og hún hefur nú birst okkur og traust almennings á störfum Alþingis minnkar í samræmi við getuleysi þingmannanna. Það æpir á mann að sú aðferð, að þingmenn taki ákvarðanir um ákærur á hendur ráðherrum, er kolröng. Margir gagnrýndu þetta fyrirfram en svona eru lögin. Þeim þarf augljóslega að breyta, en gert er gert, niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Nú þarf Alþingi að ákveða framhaldið. Hvort það verða þingmenn flokkanna eða þingmenn þjóðarinnar sem greiða atkvæði um þingsályktunartillögurnar á eftir að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þingmannanefnd Alþingis kolféll á prófinu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólitískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Samfylkingar vilja undanskilja fyrrum bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Það er einstaklega ótrúverðugt hvernig nefndarliðar skiptast í lið eftir því hvort þeirra flokkur sat í ríkisstjórn við fall bankanna. Nefndin talar einum rómi þegar kemur að gagnrýni á stjórnsýsluna og eftirlitsstofnanir. Þegar nefndin þarf hins vegar að taka á þeim málum sem snerta flokkana sjálfa splundrast samstaðan og flokkspólitíkin ræður öllu. Hefði skoðun framsóknarþingmanna í nefndinni verið önnur ef hægt væri að ákæra þá ráðherra Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna? Hefði skoðun sjálfstæðisþingkvenna verið önnur ef um væri að ræða ákærur á ráðherra núverandi ríkisstjórnar? Fram hefur komið að ekki náðist samstaða í nefndinni um hvort rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna sérstaklega og þar voru það einmitt þingmenn þessara tveggja einkavæðingarflokka sem voru því andsnúnir. Með þessum flokkspólitíska klofningi þingmannanefndarinnar kemur manni fyrir sjónir Alþingi sem hefur ekkert breyst. Hagsmunir flokkanna og sérhagsmunir ráða þar enn ríkjum rétt eins og var fyrir hrun. Þingmannanefnd Alþingis tók undir þann áfellisdóm yfir stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum sem lesa má í rannsóknarskýrslu Alþingis. Var nefndin sammála um að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins. En Alþingi er ein þessara eftirlitsstofnana sem hafa brugðist stórkostlega og bregst enn. Þingmenn virðast ekki hafa ráðið við þetta verkefni. Með flokksgleraugun á nefinu verður niðurstaðan eins og hún hefur nú birst okkur og traust almennings á störfum Alþingis minnkar í samræmi við getuleysi þingmannanna. Það æpir á mann að sú aðferð, að þingmenn taki ákvarðanir um ákærur á hendur ráðherrum, er kolröng. Margir gagnrýndu þetta fyrirfram en svona eru lögin. Þeim þarf augljóslega að breyta, en gert er gert, niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Nú þarf Alþingi að ákveða framhaldið. Hvort það verða þingmenn flokkanna eða þingmenn þjóðarinnar sem greiða atkvæði um þingsályktunartillögurnar á eftir að koma í ljós.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar