Úrelt kerfi en mun ekki breytast í bráð 1. október 2010 06:30 Sigurður Gylfi Magnússon Hið pólitíska kerfi sem hér ríkir var eðlilegt í upphafi 20. aldar, en festi sig í sessi og staðnaði meðan allir aðrir þættir samfélagsins þróuðust. Fréttablaðið/Vilhelm Hrunið var meðal annars afleiðing löngu úrelts stjórnmálakerfis sem er orðið svo rótgróið að það breytist líklega ekki í bráð. Þetta er meðal niðurstaðna Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings í nýlegu yfirlitsriti um sögu Íslands, sem kom út í Englandi á dögunum. Á dögunum kom út í Englandi bókin Wasteland with Words - A Social History of Iceland, eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing. Þar er meðal annars fjallað um aðdraganda hrunsins í ljósi þriggja alda þjóðfélagsþróunar hér á landi. Forlagið Reakton Books gefur bókina út en það fór þess á leit við Sigurð að skrifa yfirlitsrit um Íslandssögu síðastliðinna þriggja alda árið 2003. „Mér fannst þetta spennandi áskorun," segir Sigurður Gylfi. „Ég hef verið afar gagnrýninn á ritun hefðbundinnar yfirlitssögu og leit á þetta sem tækifæri til að skrifa öðruvísi rit með áherslum „míkrósögunnar". Bókin er óvenjulegt yfirlitsrit að því leyti að hún leggur áherslu á einstaklinginn. Ég beini sjónum að einstaklingum sem uxu úr grasi á Íslandi, sérstaklega út frá menningar- og menntasjónarmiðum og reyni að velta fyrir mér hvernig þau mótuðu fólk á 18., 19. og 20. öld. Ég set þetta auðvitað líka í samhengi við efnahagsmál og pólitík en út frá sjónarhorni einstaklingsins."Þróun nútíma ÍslandsSigurður Gylfi átti að skila handriti í árslok 2008, þegar efnahagshrunið reið yfir. Í kjölfarið fékk hann nokkurra mánaða frest til að gera nokkrar áherslubreytingar á bókinni.„Bókin varð því að eins konar rökstuðningi fyrir því hvernig nútíma Ísland hafði þróast og hvers vegna það sigldi í strand."Í stuttu máli telur Sigurður Gylfi að ástæðan fyrir óförum Íslendinga á 21. öld hafi mátt rekja til þess að hið pólitíska kerfi hafi lítið breyst undanfarna öld.„Í upphafi 20. aldar er komið á ákveðnu pólitísku kerfi sem nær ekki að þróast meðan allir aðrir þættir gera það. Með öðrum orðum tókum við að mennta stóran hóp fólks, sem við náum aldrei að nýta því það gilda önnur sjónarmið þegar er verið að ráða í opinbera geirann og hið pólitíska kerfi; aðrar reglur en hæfnislögmál."Staðnað kerfi sem festist í sessiSigurður Gylfi segir að þær verklagsreglur sem gildi enn í hinu pólitíska kerfi á Íslandi hafi verið rökréttar í upphafi 20. aldar, þegar menntunarstig þjóðarinnar var lágt.„Þá hnipptu menn bara í þá sem þeir þekktu, sem voru yfirleitt aðrir karlar, og treystu til góðra verka. Þrátt fyrir að hafa orðið úrelt þegar leið á öldina endurnýjast þessi sjónarmið ekki; þvert á móti viðheldur hið pólitíska kerfi sjálfu sér og styrkist ef eitthvað er og til verður heill kúltúr í kringum það sem er einstaklega ógagnsær, samanber fjármál stjórnmálaflokka."Þessi arfleifð hefur enn traustatak á íslensku samfélagi að mati Sigurðar Gylfa og honum finnst ólíklegt að það eigi eftir að breytast.„Þetta kerfi hefur afar sterkar rætur í íslensku samfélagi. Það tengist til dæmis atvinnulífi sterkum böndum og áhrifum þess hefur verið fleytt áfram gegnum einkavæðingu fyrirtækja. Þetta er þekkt saga. Ég tel því litlar líkur á að það sé að fara að endurnýja sig, heldur reyna að standa af sér öll veður." Wasteland with Words hefur vakið nokkra athygli ytra, til dæmis hefur verið fjallað um hana í The Economist og Times. Sigurður Gylfi segir það hafa komið til tals að gefa hana út en ekkert sé ákveðið í þeim efnum en enska útgáfan er fáanleg í bókabúðum hér á landi.bergsteinn@frettabladid.is Lífið Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Hrunið var meðal annars afleiðing löngu úrelts stjórnmálakerfis sem er orðið svo rótgróið að það breytist líklega ekki í bráð. Þetta er meðal niðurstaðna Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings í nýlegu yfirlitsriti um sögu Íslands, sem kom út í Englandi á dögunum. Á dögunum kom út í Englandi bókin Wasteland with Words - A Social History of Iceland, eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing. Þar er meðal annars fjallað um aðdraganda hrunsins í ljósi þriggja alda þjóðfélagsþróunar hér á landi. Forlagið Reakton Books gefur bókina út en það fór þess á leit við Sigurð að skrifa yfirlitsrit um Íslandssögu síðastliðinna þriggja alda árið 2003. „Mér fannst þetta spennandi áskorun," segir Sigurður Gylfi. „Ég hef verið afar gagnrýninn á ritun hefðbundinnar yfirlitssögu og leit á þetta sem tækifæri til að skrifa öðruvísi rit með áherslum „míkrósögunnar". Bókin er óvenjulegt yfirlitsrit að því leyti að hún leggur áherslu á einstaklinginn. Ég beini sjónum að einstaklingum sem uxu úr grasi á Íslandi, sérstaklega út frá menningar- og menntasjónarmiðum og reyni að velta fyrir mér hvernig þau mótuðu fólk á 18., 19. og 20. öld. Ég set þetta auðvitað líka í samhengi við efnahagsmál og pólitík en út frá sjónarhorni einstaklingsins."Þróun nútíma ÍslandsSigurður Gylfi átti að skila handriti í árslok 2008, þegar efnahagshrunið reið yfir. Í kjölfarið fékk hann nokkurra mánaða frest til að gera nokkrar áherslubreytingar á bókinni.„Bókin varð því að eins konar rökstuðningi fyrir því hvernig nútíma Ísland hafði þróast og hvers vegna það sigldi í strand."Í stuttu máli telur Sigurður Gylfi að ástæðan fyrir óförum Íslendinga á 21. öld hafi mátt rekja til þess að hið pólitíska kerfi hafi lítið breyst undanfarna öld.„Í upphafi 20. aldar er komið á ákveðnu pólitísku kerfi sem nær ekki að þróast meðan allir aðrir þættir gera það. Með öðrum orðum tókum við að mennta stóran hóp fólks, sem við náum aldrei að nýta því það gilda önnur sjónarmið þegar er verið að ráða í opinbera geirann og hið pólitíska kerfi; aðrar reglur en hæfnislögmál."Staðnað kerfi sem festist í sessiSigurður Gylfi segir að þær verklagsreglur sem gildi enn í hinu pólitíska kerfi á Íslandi hafi verið rökréttar í upphafi 20. aldar, þegar menntunarstig þjóðarinnar var lágt.„Þá hnipptu menn bara í þá sem þeir þekktu, sem voru yfirleitt aðrir karlar, og treystu til góðra verka. Þrátt fyrir að hafa orðið úrelt þegar leið á öldina endurnýjast þessi sjónarmið ekki; þvert á móti viðheldur hið pólitíska kerfi sjálfu sér og styrkist ef eitthvað er og til verður heill kúltúr í kringum það sem er einstaklega ógagnsær, samanber fjármál stjórnmálaflokka."Þessi arfleifð hefur enn traustatak á íslensku samfélagi að mati Sigurðar Gylfa og honum finnst ólíklegt að það eigi eftir að breytast.„Þetta kerfi hefur afar sterkar rætur í íslensku samfélagi. Það tengist til dæmis atvinnulífi sterkum böndum og áhrifum þess hefur verið fleytt áfram gegnum einkavæðingu fyrirtækja. Þetta er þekkt saga. Ég tel því litlar líkur á að það sé að fara að endurnýja sig, heldur reyna að standa af sér öll veður." Wasteland with Words hefur vakið nokkra athygli ytra, til dæmis hefur verið fjallað um hana í The Economist og Times. Sigurður Gylfi segir það hafa komið til tals að gefa hana út en ekkert sé ákveðið í þeim efnum en enska útgáfan er fáanleg í bókabúðum hér á landi.bergsteinn@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira