Handbolti

Guðlaugur: Njótum velgengninnar meðan er

Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar

Guðlaugur Arnarsson sýndi gamalkunna takta í sókninni þegar Akureyri vann Selfoss í N1-deild karla í kvöld. Hann fór auk þess fyrir góðri vörn liðsins líkt og alltaf.

Lokatölur voru 34-29 fyrir Akureyri.

"Þeir eru í góðu formi og keyrðu mikið á okkur. En við náðum stjórn á leiknum og góð sókn skilaði þessu undir lokin."

Á síðasta tímabili var það lenska hjá liðinu að komast í góða stöðu en tapa henni niður. Ekkert slíkt hefur gerst í vetur. "Við erum reynslunni ríkari og í mjög góðu formi. Við vorum það reyndar líka í fyrra en við höfum byggt á þessu og við vitum af því. Þetta er massíf heild hjá okkur," sagði Guðlaugur, oft kallaður Öxlin, en ekkert lát er á sigurgöngu liðsins.

"Við njótum þess meðan er," sagði Húsvíkingurinn sem átti frábæran leik. Hann batt vörnina vel saman og skoraði auk þess fjögur mörk og fiskaði víti.

"Ég er bara sáttur með sigurinn, þetta snýst um það" sagði hann hógvær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×